Author Topic: Ýmis tæki til sölu ef rétt tilboð fæst í þau  (Read 3779 times)

Offline Gudmundur2564

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Ýmis tæki til sölu ef rétt tilboð fæst í þau
« on: October 26, 2010, 23:02:19 »
Lada-Niva sport home made pickup. Um er að ræða "gamla boddýið" '89 módel af 1600 lödu sport sem var breytt í pickup. er á heimasmíðuðum tvöföldum dekkjum að aftan, heimasmíðað strompa púst sem kemur upp með hliðinni og svo var sett á hana blöndungur af subaru 1800 með rafmagns hægagangsnál og rafmagns innsogi sem hefur líklega verið tengt á heimskulegum stað allavega brann leiðsla frá háspennukefli og niður í sviss, búið er að skipta um leiðsluna en allt virtist ætla að fara á sama veg aftur þegar reynt var að starta (leiðslan hitnaði aftur) svo ég gugnaði á þessu verkefni og hef ekkert hreift við löduni síðan. Og hún lýtur svona út í dag.


Svo er ég með '85 módel af dodge diplomat. með 318 V8, mótor, skipting og drif í góðu standi. flottur og vígalegur bíll mjög heill að innan og undirvagn og boddý nokkuð heilt fyrir utan toppin sem er nánast riðgaður af. Var með víniltopp en búið er að taka hann af og henda honum. Veit ekki hvað skal segja meira um hann, var keyptur í þeim tilgangi að nota hann sem sunnudagsbíl. ætlaði bara að rífa af honum vínilin áður en hann myndi skemma eitthvað hef aldrei verið hrifin af víniltoppum en það vill ekki betur til en svo að það sem tekur við undir honum varð til þess að ég gugnaði og lagði honum.


Land-Rover '75 stuttur 7manna. Bíllin ríkur í gang og keyrir fínt. gírkassi er ónýtur og búin að vera síðan ég fékk bílin og byrjaði að nota hann. En ég ákvað að ég skildi nota hann þar til hann færi endanlega. Nokkuð heill bíll og engin göt á grindinni (öruglega orðin þunn samt á köflum hef ekkert skoðað það) bíllin er á líklega 10" breiðum felgum og 31" dekkjum, auk þess sem fylgja með honum 4 orginal landrover felgur. hér er mynd af gripnum:(þessar svörtu rendur eru límband eftir eitthvað jólaslöngu skreyti æði)


Svo er ég með einn zetor 4911 sem ég veit lítið um. hann þarfnast smá viðgerðar áður en farið verður að nota hann. líklega eru farnar slífaþéttingar allavega lekur vatn inná mótorin eða það er að segja samanvið smurolíuna. auk þess sem fraus á honum og þá fóru frosttappar á heddonum. svo þarf að laga bermsur. og stilla kúplingu svo er flatt undur henni vinstramegin aftan og hægra megin framan. þetta eru svona aðal atriðin sem eru að henni. En hún ríkur í gang og gengur fínt.


Ég Óska eftir tilboði í öll tækin, er ekki með neina verðhugmind sem slíka á neinu þeirra.
Mig langar alls ekki til að losa mig við þessi tæki. En ef einhver kemur með nógu gott tilboð eru þau til sölu. Þau eru ekkert fyrir mér eða neitt þannig svo ég er ekkert að flíta mér að losna við þau.
þau eru öll stödd á norðurlandinu í skagafirði. og frekari upplýsingar og fleiri myndir fást í pm eða á netfangið gvendur-litli@hotmail.com
kv.Guðmundur

Offline Gudmundur2564

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Ýmis tæki til sölu ef rétt tilboð fæst í þau
« Reply #1 on: November 01, 2010, 09:33:23 »
upp

Offline Gudmundur2564

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Ýmis tæki til sölu ef rétt tilboð fæst í þau
« Reply #2 on: November 06, 2010, 17:39:14 »
upp

Offline Gudmundur2564

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Ýmis tæki til sölu ef rétt tilboð fæst í þau
« Reply #3 on: November 14, 2010, 12:31:00 »
upp