Þessar myndir eru teknar annaðhvort árið 2002 eða 2003, en þessi bíll stóð í nokkra mánuði fyrir aftan Vökvatengi ehf. á Fitjabraut í Njarðvík og síðar fyrir utan Bílaþjónustu GG ehf. á Brekkustíg, Njarðvík. Búið var að rífa vélina úr og hana svo í spað skildist mér. Bíllinn sjálfur var látinn standa á meðan uppgerð á mótornum fór fram. Eitthvað að nýjum splunku nýju gramsi var hægt að finna í kössum inní bílnum. Þess vegna finnst mér þetta allt svolítið skrýtið, hvort að eigandinn (Bjarki, einmitt einsog mig minnti) hefði þá gefist upp á uppgerðinni eða hvað? Og af hverju þá farga bílnum þegar búið var að versla í þennan sjaldgæfa gæðing. Af hverju ekki selja hann áfram, ef nóg var og er af áhuganum fyrir þessu. Boddýið að vísu orðið slappt en ekki svo að hægt var að bjarga því, ég grandskoðaði þetta einsog mögulegt var á tímabili. Það er kannski ekki mitt að dæma afsakið, þetta eru bara mínar saklausu pælingar. Svo í dag vill svo til að ég þykist vita um allavega eina Charade turbo vél hér á landi, nýuppgerða og með öllu utaná, ready í bíl. Að vísu er það úr G11 ('83-'87) týpunni en ekki G102 ('87-'94) en það er í grunninn sama vél. Svo ég tali líka um aðra Charade turbo þá man ég eftir að ég held þessum á Smiðjuveginum og þessum rauða sem átti til að brjóta öxla. Svo er náttúrlega gamli Sonax, sem ég man seinast eftir á Snæfellsnesi, en hann var víst G11 ('83-'87) týpa en ekki G102 ('87-'94) einsog þessi hér að ofan. Ég hef aðallega áhuga á G102 týpunni, enda búinn að heyra alltof mikið af þessum G11 bílum, einsog t.d. Sonax bílnum og einhverjum fleiri sveita-spretthlaupurum og rollutemjurum. Endilega, ef einhver hefur fleiri sögur til að deila meðal manna af þessum bíl hér að ofan (JT 831) eða öðrum G102 turbo Charade þá væri það yndislegt. Hvað þá ef fólk á gamlar myndir líka
Man eftir tveim svona GTTi bílum í fljótu bragði báðir svartir, annar stóð númerslaus og í reiðisleysi við Smiðjuveg í kring um árið 2000 og hinn á Hvammstanga um 2001-2002. Sá var á gömlu steðjanúmerunum að mig minnir. Svo man ég eftir að hafa séð nokkra í umferðinni um aldarmótin, fljótlega eftir það fóru þeir að hverfa af götunum.
...
Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar. Ekki vill svo til að þú vitir hvurs vegna ég finn þennan bíl aðeins skráðan sem non-turbo í íslenskum skrám, þegar allt í sambandi við boddý og kram bendir til þess að þetta sé orginal GTti bíll (einnig er til GTXX útgáfa)?