Sælir félagar.
Sæll Guðmundur.
Já það var búið að fá M/T ET Street dekk lánuð og allt hvað eina, en þá kom eitthvað upp á hjá eigandanum og hann náði ekki að koma í bæinn nógu tímanlega að honum fannst til að gera bílinn klárann fyrir keppni.
Það verður bara gert betur næst.
Hvað varðar þyngd á mínum þá fór bróðir með hann niður á malbikunarstöð fyrir mörgum árum og viktaði hann.
Þá var bíllinn 1780kg án ökumanns og með ál-millihedd.
Þannig að hann slagar þá hátt í tvö tonn með mér og pott-milliheddi, en það er um 15kg þyngra en álið.
En hann hefur aldrei verið viktaður á KK viktunum, en maður þyrfti nú reyndar að gera það.
Kv.
Hálfdán.