Nú vill ég fá álit manna. Ég er með 350 vél (3970010) og á henni eru 305 hedd (14014416 - 58cc 305 HO 1,84-1,5 165/59 ports) Ég ætla að þrífa upp blöndunginn og milliheddið og það pústar með greinunum svo ég keypti mér pakkningarsett sem inniheldur allar topppakningarnar þar á meðal Hedd pakkningar.
Þar sem ég er með heddpakkningar á ég þá að vera eyða þessum auka mínútum í að taka heddin af og ef svo er eitthvað sérstakt sem ég ætti að gera við þau í leiðinni. Vélin er með 9,6 í þjöppu eins og er svo þau virðast alveg vera í góðu standi. Ég er ekki að leita að neinu auka poweri þannig lagað nema þessi hedd eru náttúrulega með einstaklega lítil útblástursport miða við intak. Ég tek samt aftur fram að ég er bara með standard greinar þannig að græði ég hvort sem er nokkuð á því að eyða tíma í að porta þau.
Endilega leggið orð í belg því ég er opin fyrir öllum hugmyndum sem eru rökstuddar.