Eitt enn,
Til að hjól teljist standard og fari í standard flokk er lágmark að hjólið standist skoðun. Hjól sem búið er að fjarlægja hvarfakút á telst ekki standard og fær ekki skoðun.
Nei, hjól án hvarfakúts getur verið undir þeim mörkum sem US setur í skoðun þurft að skila innan við 0,5% af CO í hægagangi og innan við 0,3% CO þegar vélin er í 2000 snúningum.
og PS Hver sagði að reglurnar ættu að vera eins og þú segir að þær eigi að vera ?
Til að tilgangnum sé náð að fá þjappa keppendum saman í flokka þá virka þínar tillögur ekki, það er ástæða þess að það á ekki að fara eftir þeim.
Ef að við breytum flokkunum að 800 fjölgum við engum keppendum þar vegna þess að einungis 600cc hjól hafa tekið átt í íslandsmótinu 2010
Ef að við höfum flokk þar fyrir ofan upp að 1150 þá erum við ennþá með sama keppendafjölda í þeim flokki miðað við keppendur í Íslandsmótinu 2010
Í flokk þar fyrir ofan yrði einungis einn keppandi miðað við keppendur sem kepptu 2010, vegna þess að Guðjón er á 1200cc hjóli og samkvæmt þínum reglum má hann ekki vera með. í 1150 vegna þess að hann er með tæp 50cc meira. Þórir Hálfdánar og Þórir Hilmars ætla að fara í lengda flokkinn á næsta ári og eru búnir að fjárfesta í lengingum og Biggi Kr er búin að tjóna ZX-14R
Diddi verður líklega einn með lengingar í að 1150 og Þórirarnir verða líklega 2 með lengingar þar fyrir ofan.
Vandamálið með fáliðun í flokkum enn til staðar og breytingarnar til einskis, eða hvað?
Ef að flokkaskiptingin yrði -800 og svo +800 gætu 1000cc 1200 og 1400cc keppt í sama flokk, það ætti ekki að koma að sök þar sem öll þessi hjól eru á svipuðum tíma ef skoðuð eru Íslandsmet.
I Jón Kr. Yamaha R1 9,859 145,62 mph
K Guðjón Þórarinsson Kawasaki ZX-12R 10,167 141,51 mph
M Þórir Hálfdánarson Susuki Hayabusa 2008 10.166 141.96 mph
Besti tími í 1000cc í sumar var 9.98 og voru bestu tímar 1200cc og 1400cc á svipuðum stað.
Eftir að hafa talað við alla keppendur í 1000cc mod hafa þeir allir sagt það vera í lagi sín vegna að fá 1200cc og 1400cc í sinn flokk og hef ég einnig fengið það staðfest hjá öðrum Þórirnum að slíkt sé í lagi sín vegna.
Við þurfum að líta fram á veginn og gera okkar besta til að flokkarnir geti staðið óbreyttir í alla vega 4 til 5 ár. Staðreyndir er sú að flest þeirra hjóla sem eru í dag að keppa í 1000 standard, standast ekki skoðun með þeim pústkerfum sem þau eru með og miða við þær fréttir sem að við fáum reglulega og eru við lýði í flestum nágrannalöndum okkar að það er stranglega bannað að breyta pústkerfi á götuskráðum hjólum ( anti tampering law ) svo erum við einnig að horfa á að þó að við sleppum með Euro 3 í dag fer það fljótt að breytast þar sem að mótorhjólin eru c.a. 7 árum á eftir bílum varðandi kröfur um mengun og megum við reikna með að mjög fljótlega verðum við sett á sama stað.
Þar fyrir utan var tllgangurinn með standard flokk að fá keppendur af götunni til að koma og keppa án þess að þurfa að fjárfesta í dýrum aukahlutum eða eins og þú orðaðir sjálfur á öðrum þræði að keppendu ættu ekki að þurfa að koma með verkfæri til að fjarlægja dót af hjólinu eða vera í veseni með að lækka hjólið.
Og við þurfum skilgreina hvaða hjól mega vera með og með hvaða búnaði eftir því sem að FIM gefur út fyrir Superstock hjól
http://www.fim-live.com/fileadmin/alfresco/Communiques_de_presse/Listing_of_FIM_homologated_motorcycles_for_2010_updates_26-02-10.pdf