Kvartmílan > Mótorhjól

FLOKKABREYTINGAR FYRIR NÆSTA ÁR - sunnudaginn 16 sep kl 15:00 fundur -allir mæta

<< < (10/18) > >>

Jón Bjarni:
Jæja, þetta virðist vera að þokast eitthvað áfram

þannig að næsti fundur, sunnudaginn 24 otkóber kl 15:00 upp á braut.

kv
Jón Bjarni

Þórir.:
 ath að 2011-2012 verða allir helstu  framleiðendur með traction control í boði http://hellforleathermagazine.com/2010/10/2011-kawasaki-ninja-zx-10r-a-two-wheeled-nissan-gt-r/
http://hellforleathermagazine.com/2010/10/2011-kawasaki-ninja-zx-10r-a-two-wheeled-nissan-gt-r/
athugið þetta í std. flokkin það verður hálf bjánalegt ef að ekkert af nýju hjólunum kemst í std. eða ef ekki verður hægt að uppfæra gömmlu hjólin með tc.

Þórir.:
þetta átti að vera með http://www.cycleworld.com/motorcycle_news/first_looks_articles/10q4/2011_honda_cbr1000rr_and_cbr600rr_-_first_look/gallery

Unnar Már Magnússon:

--- Quote from: Haffman on September 30, 2010, 08:42:50 ---
Hvað þau hjól varðar sem komin eru með ákveðna aukahluti þá er það mín skoðun að ef framleiðandi framleiðir hjólið þá er það löglegt.
Hinsvegar tel ég að það eigi banna þau hjól sem hægt er að fá með eða án aukabúnaðar.
TD -

Honda CBR 1000 er í dag hægt að fá með og án ABS væri ABS bannað í keppni ætti ABS týpan að vera bönnuð því það er til
,,striped" útgáfa án ABS sem er væntanlega ódýrari.

Þetta er mín skoðun.

Kv Haffman

--- End quote ---

Eins og reglurnar eru í dag eru Bazzaz Z-Fi TC tölvur bannaðar vegna þess að í þeim er boðið upp á einhverskonar traction control. Á næsta ári kemur Kawasaki ZX10-R sem verður stock með traction control og það í basic útgáfu, ABS verður boðið í sér útgáfu. BMW, Ducati, MV Agusta og aprilia bjóða upp á traction control í sínum dýrari gerðum. Samkvæmt því ætti Kawasaki bara að fá að vera með ;)

Lindemann:
er ekki einfaldast bara að allir fáir sér sömu gerð af hjóli............ svo er skipt í flokka eftir þyngd ökumanns:
-undir 50kg
-50-70kg
-70-90kg
-90-107kg
-110kg+

svo má líka skipta flokkunum í ökumenn með eða án gleraugna o.s.frv.  :mrgreen:


en svo má líka bara hafa þetta einfalt 2-3 flokka og það fá ekki allir dollu  :wink:

Það vill oft vera tilhneyging hjá mönnum að vilja búa til flokka sem henta þeirra tæki best, hvort sem um ræðir bíl eða hjól. Þetta kemur niður á fjölda keppenda í flokki og er ekki jafn gaman þegar það er verið að keyra hvað eftir annað flokka með einum keppanda.

mér finnst persónulega að það ætti að hafa lágmarksfjölda keppenda í hverjum flokki, sem er reyndar leiðinlegt þegar menn eru að keppa til íslandsmeistara og það mætir enginn annar :)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version