Kvartmílan > Alls konar röfl

til vinstir og niður

(1/4) > >>

Belair:
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til Umferðarstofu að frá og með næstu áramótum verði ekki heimilt að skrá ökutæki hér á landi sem skráð eru erlendis sem tjónaökutæki.
Þessi ökutæki teljast í flestum tilfellum óhæf til endurskráningar í öðrum löndum. Í tilkynningu frá Umferðastofu segir að um áratugaskeið hafi viðgengist á Íslandi að flytja inn tjónabíla, aðallega frá Bandaríkjunum. Eftir lágmarksviðgerð hafi síðan gefist kostur á að skrá ökutækið til aksturs að uppfylltum skilyrðum skoðunar.

Í slíkum skoðunum sjáist ekki gallar sem geti t.d. verið á rafkerfi vegna vatntjóns og öðrum þáttum sem geta haft áhrif á öryggi vegfarenda. Umferðarstofa óskaði eftir umsögn ráðuneytisins um innflutning á slíkum bílum og í henni kemur fram að með tilliti til umferðaröryggis beri að banna skráningu slíkra ökutækja.

keb:

Og er þetta ekki bara í fínu lagi - ég hefði alveg vilja losna við vandamálin sem 01 TransAmin minn henti í mig nánast í hvert sinn sem maður fór út að keyra.
Held að það skipti svolítið miklu máli að þessar druslur séu yfir höfuð í viðgerðar hæfu ástandi sem og lagaðir af fólki sem veit hvað það er að gera.

Dodge:
Alltaf jafn sniðugt lið, frekar en að framfylgja þeim lögum ser eru í gildi þarf alltaf að græja eitthvað svona rugl...  #-o

Eru erlendir tjónabílar eitthvað öðruvísi en íslenskir?

nonni400:
Þetta er bara hið besta mál, af hverju á ökutæki sem telst ónýtt í öðru landi að vera á götunni hér ?
Það þarf líka að vera betra kerfi á hvað fer aftur í umferð hér á Íslandi.

Dodge:
Þeir teljast ekkert ónýtir þó þeir séu skráðir tjónabílar þarna úti frekar en hér heima.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version