Hvað mína reynslu varðar.
Jeep Cherokee 4,0L. þægilegur bíll með litla bilanatíðni og alveg ódrepandi vél, það er að segja 4Lítra línu 6an. Þægilega sprækur og skortir sjaldan afl. eyðasla frá 16 & uppúr. Ekkjert mál að fá varhluti í þá og þeir eru yfirleitt á góðu verði.
Terrano, Snildar bíll, ef hann er Dísel. lítill, eyðslugrannur og nóg til af varahlutum í þá. Mjög sterk vél en enginn kvartmílugræja. Það hefur verið einhvað vesen með 2,4bensín mótorinn án þess að ég viti hvað það er, og ég veit um engann sem tímir að keyra V6 bílinn. Gallinn er að það er alveg ÖMURLEGT umboð fyrir þessa bíla.
Þekki Pajero ekki nógu vel en veit að þeir hafa reynst ágætlega er rétt er hugsað um þá.
Explorer er fínasti ferðabíll, með svipaða eyðslu og Cherokee en ekki nærri því eins öflugur bíll. Svo sem sangjörn varahlutaþjónusta, en ekkjert til að hrópa húrra fyrir.
Ranger hefur reynst vel sem vinnuþjarkur og yrði sjálfsagt fínn sem jeppi líka.
Svo var gamli trooper alveg fínn bíll þangað til hann fékk nýju 3,0l vélinna. gamla 3.1 og 2.8(eða 2.7 man ekki) reyndust mjög vel.
Vona þetta hjálpi.
P.S Það eina sem þú græðir á að fara ínná F4x4.is er að þurfa horfa uppá Sandkassleik á milli Patrol og Toyota eigenda, sem er nú bara grátlegt og maður er lengi að jafna sig á kjánahrollinum sem maður fær eftir þá heimsókn.