Kvartmílan > Evrópskt

Audi urquattro

<< < (4/7) > >>

Comet GT:
ég man einnig eftir einum gulum eða gráum í svona lala standi sem að var lagt utan við adam og evu við held ég Hverfisgötuna í kringum sumarið 2005, hann er sá eini sem að ég man eftir að hafa séð

Gulag:
þetta er sá eini sem er til hér á skerinu í dag eftir því sem ég best veit.
Það voru til 2 hvítir, 2 rauðir og einn sem óvíst er um lit, svo minn, ss. 6 stk.
1 rauði og 1 hvíti voru seldir erlendis eftir hrun, (fyrir feitan pening), það kviknaði í einum rauðum, en restina veit ég ekki um.
væri gaman ef maður fyndi þá.. ;)

Svo voru/eru til Audi Coupe,, sem er sama boddy, bara ekki með breiðu brettunum, og þar af leiðandi ekki urquattro, (orginal quattro) því þessi (minn) heitir bara Audi quattro, ekkert annað..

Menn hafa verið að sjá urquattro'a hérna út um allt, en þegar betur er að gáð er það alltaf annaðhvort coupe eða Audi S2.. það eru ekki allir sem sjá muninn eða þekkja..

það voru ekki framleiddir nema rúmlega 11.000 bílar frá árunum 1980 til 1991, eða um 1000 bílar á ári,, þannig að þeim fer ört fækkandi.. :)

Hjörtur J.:
1 rauði og 1 hvíti voru seldir erlendis eftir hrun, (fyrir feitan pening), það kviknaði í einum rauðum, en restina veit ég ekki um.
væri gaman ef maður fyndi þá.. Wink


Þessir rauðu turbo audi bílar virðast vera eitthvað eldfimari en aðrir það kviknaði í mínum gamla rauða S4 :-(

edsel:
man eftir audi 200 turbo '85 til sölu á akureyri fyrir svona sirka ári síðan, var ssj og fwd, ég of félagi minn prófuðum hann og prófuðum að gefa honum og það eina sem heyrðist var hljóðið í bínunni, ætla nú ekki að segja hvað við vorum komnir hratt en hann mátti eiga það að hann var EKKI latur, veit einhver hvað varð að þeim bíl? en on topic, til hamingju með quattro og gangi þér vel með uppgerðina 8-)

Big Below:
Jaeja hvad er ad fretta af tessum og hver er stadan i dag?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version