Author Topic: 98 okt. Bensín hjá Esso  (Read 6218 times)

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
98 okt. Bensín hjá Esso
« on: July 10, 2010, 18:47:08 »
Þar sem ég get ekki postað inná Almennu spjalli þá langaði mig til að benda á að ég tók 98 okt bensín uppá Ártúnshöfða eftir umrædda helgi, ég hef áður tekið 98okt og það hefur verið í lagi. Ég tek semsagt bensín þarna, fyrst á 2 brúsa þar sem bíllinn var bensínlaus og aftur þegar ég kem uppá stöð, ég keyri útaf stöðinni og þá kemur þetta hrikalega kveikjubank hjá mér.  Ég er reyndar með 12.25 í þjöppu en ég gat áður notað 98okt en í þetta skipti var það allt annað en í lagi.  Ég fór til öryggis og fékk skráð hvenær ég tek bensínið þar sem ég er að dæla 98 á myndavél og þar sem ég borga til þess að fá það staðfest að ég hafi ekki ruglast á dælu sem ég gerði ekki.  Ég lét vita af þessu en ég þurfti að tappa öllu af hjá mér.  Ég vona að ég hafi ekki skemmt eitthvað, það gengur hreinlega ekki að geta ekki treyst því að bensínið sem maður er að taki sé það sem það á að vera, sérstaklega ef maður er alveg á mörkunum.
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #1 on: July 10, 2010, 21:13:25 »
Þú ert nú í línudansi með 98okt með svona háa þjöppu,ég myndi ekki nota neitt nema 100okt (100LL flugvélabensínið) með svona háa þjöppu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kiddicamaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 500
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #2 on: July 10, 2010, 22:29:50 »
98 okt er vonlaust fyrir svo háa þjöppu.þú nærð ekki að flýta kveikunni nóg til að þetta sé að skila sér.ég var með 12,2 og ég náði kveikuni ekki upp fyrir 33-34 gráður á 98 okt.og að lokum stóð stönginn niður úr pönnuni hjá mér. :cry:.ég myndi ekki fara mikið upp fyrir 11 á dælubensíni
Kristinn Jónsson
Pontiac Firebird 1967

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #3 on: July 11, 2010, 11:55:42 »
Ég er að prufa 100LL núna.... Það virðist vera fínt.
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #4 on: July 11, 2010, 17:48:27 »
Í usa setja margir smá slúmp af tvígengisolíu út í 100LL sem smurningu,það má svo sem vera að það sé búið að setja bætiefni útí hér fyrir almenna sölu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #5 on: July 12, 2010, 21:00:35 »
Það er svo rosalega misjaft hvað menn eru að segja, sumir segja að 100LL sé mjög fínt en aðrir segja mér að nota frekar 98 því 100LL sem selt er á dælu sé gamalt bensín, svo hef ég líka lesið á netinu að AV100LL sé sniðugt því það skipti ekki máli þótt það sé gamalt eða ekki útaf blýi.  Er einhver með reynslu af þessu bensíni á vél með háa þjöppu?
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #6 on: July 12, 2010, 21:33:21 »
Tja 100LL ætti að eldast betur heldur en 98 vegna þess að oktanaukandi efnin í 98 oktana bensíninu eru rokgjörn og gufa frekar upp heldur en blýið sem er helsta oktanbæti efnið í 100LL.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #7 on: July 12, 2010, 21:55:15 »
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #8 on: July 12, 2010, 22:01:10 »
Ég var að nota 100LL með 13 í þjöppu,grófasta dæmi sem ég fann þegar ég var að stússast í þessu var 13.8 í þjöppu á small block chevy með flat top stimpla og 500hp skot af nítrói,hann notaði þann mótor í mörg ár að eigin sögn.
Baldur hefur líka rétt fyrir sér með að geymsluþol 100LL er mjög gott og ástæðan fyrir því að menn tala um að það sé gamalt er örugglega komin af því að þetta er "gamalt" flugvélabensín,
en kröfur um eldsneyti á flugvélar eru eðlilega mjög strangar og 100LL fær bara ákveðin tíma á vellinum áður en því er skellt á dælu í við öskjuhlíðina.

Það er mælt með að stækka jetta um 1 til 2 númer frá því sem þú ert með á venjulegu eldsneyti

Það væri gaman að vita hvort shell bæti smurefnum í 100LL áður en það fer á dælu,það er það eina sem vantar í 100LL,smá smurefni.

Hér er góð grein sem ég hef haldið upp á, sem pdf viðhengi.
« Last Edit: July 12, 2010, 22:28:26 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #9 on: July 12, 2010, 22:17:55 »
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli

hefur einhver hugmynd um hvað svona græjur eru að kosta mikið??
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #10 on: July 13, 2010, 21:48:11 »
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli

hefur einhver hugmynd um hvað svona græjur eru að kosta mikið??


4000$
Einar Kristjánsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #11 on: July 14, 2010, 00:28:41 »
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli
Ekki klúbburinn kannski en olíufélögin ættu að eiga svona að sjálfsögðu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #12 on: July 14, 2010, 07:50:58 »
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli
Ekki klúbburinn kannski en olíufélögin ættu að eiga svona að sjálfsögðu.

já en best væri ef það væri óháður aðili sem sæi um svona prófanir,
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Daníel Már

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
  • Turbooo
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #13 on: July 14, 2010, 15:52:30 »
knock knock knock knock knock!! ](*,)
Daníel Már Alfredsson

Evo 3
60ft 1.660
1/8 7.52 @ 92mph
1/4 11.72 @ 115mph

Civic Type R
60ft. 1.993
1/8. 8.311 @ 86.37
1/4. 12.861 @ 109mph

Evo 9
60ft. 1.587
1/8. 7.118 @ 95.75mph
1/4. 10.968 @ 133.54mph

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #14 on: July 16, 2010, 00:29:13 »
Þá er mótorinn farinn á stangarlegu eftir um 60km akstur eftir þetta æðislega kveikjubank... Takk fyrir það N1
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #15 on: July 16, 2010, 17:55:27 »
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli
Ekki klúbburinn kannski en olíufélögin ættu að eiga svona að sjálfsögðu.

Jújú að sjálfsögðu, en oft hafa komið upp ásakanir í keppnum að hinir og þessir séu að keyra á hærra octani en flokkurinn þeirra leyfir.
Það var nú bara það sem ég átti við.


En er virkilega ekki til octan mælitæki hér á landi?


Kv. Sigurður Óli

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #16 on: July 19, 2010, 22:09:08 »
Leiðrétting, mótorinn er enn í góðum gír eftir skoðun og mælingar.  Var síðan settur í gang í vélarstand og allt í þessu fína.  Hefur einhver fengið óhljóð innan úr ónýtum converter? Þá meina ég óhljóð eins og stöng væri brotin í tvennt óhljóð?
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #17 on: July 19, 2010, 22:50:05 »
Gekkstu úr skugga um það að Converter boltarnir hafi verið full hertir, Þeir valda svona skemmtinlegum óhljóðum séu þeir lausir  :-"
Kv.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #18 on: July 19, 2010, 22:56:09 »
Leiðrétting, mótorinn er enn í góðum gír eftir skoðun og mælingar.  Var síðan settur í gang í vélarstand og allt í þessu fína.  Hefur einhver fengið óhljóð innan úr ónýtum converter? Þá meina ég óhljóð eins og stöng væri brotin í tvennt óhljóð?
Frábært að heyra að mótorinn sé í lagi  =D>
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Arni-Snær

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
Re: 98 okt. Bensín hjá Esso
« Reply #19 on: July 19, 2010, 23:13:31 »
Allt vel hert.  Það sem ég tók eftir er að þegar við vorum að ýta bílnum vélarlausum en skiptingin bundin upp og í N þá snérist converterinn með, er það ekki eitthvað skrítið?
1968 Chevrolet Camaro
1979 Chevrolet Camaro
1983 Pontiac Firebird

-------------------------------
Kveðja, Árni S. Magnússon...