Sælir félagar.
Það verður nú að segjast að það lifir lengi í gömlum glæðum.
Það sannaðist á AMC "Frömuðinum" Palla þegar hann þurfti að færa sinn AMC Javelin sem ekki hafði verið hreyfður í háa herrans tíð.
Það eina sem að Palli þurfti að gera var að skipta við bróður (undirritaður) sinn á stæði svo að viðkomandi Mustang kæmist út, en það nægði Palla ekki, því að um leið og hann var búinn að ræsa 401cid hreyfilinn í Javelin (datt í gang á fyrsta starti) þá reif sig upp eitthvað gamalt og árangurinn má sjá á myndinni hér að neðan.
Þess má geta að búð er að ryðbæta Javelin-inn að mestum hluta og var það gríðarleg vinna, sem að Ingvar Gissurarson vann bæði fljótt og vel.
Og þá er bara að klára "kvekendið".
Kv.
Hálfdán