Ég var að nota 100LL með 13 í þjöppu,grófasta dæmi sem ég fann þegar ég var að stússast í þessu var 13.8 í þjöppu á small block chevy með flat top stimpla og 500hp skot af nítrói,hann notaði þann mótor í mörg ár að eigin sögn.
Baldur hefur líka rétt fyrir sér með að geymsluþol 100LL er mjög gott og ástæðan fyrir því að menn tala um að það sé gamalt er örugglega komin af því að þetta er "gamalt" flugvélabensín,
en kröfur um eldsneyti á flugvélar eru eðlilega mjög strangar og 100LL fær bara ákveðin tíma á vellinum áður en því er skellt á dælu í við öskjuhlíðina.
Það er mælt með að stækka jetta um 1 til 2 númer frá því sem þú ert með á venjulegu eldsneyti
Það væri gaman að vita hvort shell bæti smurefnum í 100LL áður en það fer á dælu,það er það eina sem vantar í 100LL,smá smurefni.
Hér er góð grein sem ég hef haldið upp á, sem pdf viðhengi.