Author Topic: Bíladagar 2010 - UPPSKERUHÁTÍÐ  (Read 2889 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Bíladagar 2010 - UPPSKERUHÁTÍÐ
« on: July 08, 2010, 02:57:15 »
Á laugardaginn ætlar Bílaklúbbur Akureyrar að bjóða öllum félagsmönnum og þeim sem hjálpuðu okkur að gera Bíladaga 2010 að veruleika til grillveislu. Veislan verður haldin á Ystafelli á Samgönguminjasafninu hjá honum Sverri Ingólfssyni, en hann heldur einnig upp á 10 ára afmæli safnsins fyrr um daginn ásamt fornbíladeildinni hjá okkur.

Við hefjum borðhald klukkan 18:00.- og munum bjóða upp á hópferð frá Leirunesti kl. 17:30.-  fyrir þá sem ekki vilja keyra sjálfir eða keyra yfir höfuð og munum keyra mannskapinn heim aftur að veislunni lokinni. Það eina sem menn þurfa að gera til þess að taka þátt í þessum fögnuði er að skrá sig til þátttöku í tölvupósti á ba@ba.is fyrir kl. 16:00.- n.k. föstudag. Skráning er eingöngu til þess að við gerum okkur grein fyrir fjöldanum en allar veitingar verða í boði Bílaklúbbs Akureyrar.

Þeir sem hafa áhuga á að gista á staðnum er einnig bent á það að hann Sverrir er búinn að græja tjaldaðstöðu fyrir okkur og því velkomið að breyta þessum fagnaði í útilegu fyrir þá sem það vilja.

Með von um góða þátttöku og með kærum þökkum enn á ný fyrir frábæra Bíladaga!

Stjórn B.A.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas