Author Topic: fornar hetjudáðir  (Read 2378 times)

Offline Blackbird

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 101
    • View Profile
fornar hetjudáðir
« on: July 03, 2010, 20:01:42 »
Daginn, nú var ég að heyra af hetjum frá akureyri (að ég held) sem smíðu sér dragga með 1.6 mitsubishi mótor og mín spurning er hvort einhverjar myndir eða uppl séu til um þetta tæki? mbk Þröstur forvitni
Þröstur Marel Valsson

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Re: fornar hetjudáðir
« Reply #1 on: July 03, 2010, 20:41:56 »
Snorri nokkur smíðaði þetta apparat sem var með Datsun hreyfli og var á stálskóflum, gerði ekki neinar rósir.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: fornar hetjudáðir
« Reply #2 on: July 04, 2010, 12:27:51 »
Hæ.
  þetta var snilldarhugmynd og synd að þetta væri ekki klárað.
þegar hann kom í sandinn með þetta þá var tækið ekki klárt. (en hann mætti) það var búið að "slá upp" flækjum, en ekki sjóða þær þannig að þær unnu frekar á móti vélinni en að hjálpa. auðheyranlega voru "high milage" kerti og platínur þannig að þessi vafalaust ágæti mótor skilaði kannski 50-60% af því afli sem hann hefði átt að skila (std)  Og ég er enn á því að hugmyndin var stórgóð og smíðin ásættanleg (bar þess merki að vera gerð um helgi, eina helgi :-) )  Svo var þetta með ásoðnu "ausurnar" hafi nokkurntíma verið framleiddar "powerætur" þá eru það sá búnaður.  man eftir Volvo sem barðist með svona búnað og vakti mikla lukku þegar hann skifti í annan gír á miðri braut og þurfti svo að skifta niður aftur vegna þess að 244 hafði ekki afl á móti þessum krafteyði. 
Ég held að þetta hefði ferið hið besta keppnistæki ef það hefði verið klárað og stillt.
Ég hef lengi, og geri enn hvatt "táninga" (á öllum aldri) til að smíða svona "low cost" keppnistæki. getur ekki verið annað en stórskemmtilegt.
    Og oft var þörf en nú er nauðsyn að gera sér "kreppuvagn" 

Uppskrift.:  Ódýr fjarki (helst sem nóg er til af) beinskift, engin fjöðrun, ekki tjúnna til dauðans, en gas eða turbo notað til að hressa þetta.
 smíða allt létt og sleppa óþarfa.  halda þó hleðslu og kælikerfi til að geta farið ferð eftir ferð hvort sem er á æfingum eða í Bracket. að maður tali nú ekki um í sandi, stikký götudekk eða litlir slikkar. og litlar mikið skornar skóflur í sand. þetta er uppskrift að góðri og ódýrri skemmtun.
kveðja Valur Vífilss.


 
   
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.