Author Topic: VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt  (Read 16421 times)

Offline Buzy84

  • In the pit
  • **
  • Posts: 57
    • View Profile
Sæl Öll,

Í gær lenti ég í því óhappi að kaupa ónýtt bensín á N1, ég tek allrei 98OKT á N1 en gerði það í gær þar sem ég bý í næsta húsi við N1 og var að leið uppá braut að keppa, tankurinn var nánast tómur og tók ég 35ltr áður en ég fór uppá braut, strax í fyrstu ferð fór bílinn að freta allveg á fullu og boostið hrundi niður úr öllu valdi, eftir runnuð kom Gummi 303 og fékk að sitja í eina ferð og eftir að hafa heyrt hvernig bílinn lét spurðan hvort ég hefði nokkuð tekið 98OKT á N1 í HFJ, því kvöldið áður tók hann sama bensín á sama stað á Súpruna hans Danna og fór allt í steik og sama fret og var í mínum,

Keppnin hálfpartin eyðilagðist hjá mér og þurfti ég að keyra á 0,4bar í stað 1,5bar.

Þess má geta að Boggi sem er á LS1 RX8 bílnum tók líka 98OKT á sama tíma og ég,,, árangurinn var langt frá hans besta tíma þrátt fyrir að vera skjóta 100hp nítró inn,,,,,,sem segir okkur strax að þetta bensín er HANDÓNÝTT,

Langaði að deila þessu með ykkur svo þið lendið ekki í því sama og við, ég hreinlega nenni ekki að senda N1 mail þar sem Kjarri á gráa MMC eclipse lendi í þessu líka og fór með bensínið til þeirra og gáfu N1 honum bara puttan.

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Þetta er víst mjög gott til að sniffa  segja gárungarnir. Er það ekki málið Óli minn.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Ekki gott að heyra þetta,ég hef notað þetta eingöngu og án vandræða en ég er reyndar bara með 10.25:1 þjöppu og engan poweradder.
Hefurðu verið á V-power 99 hingað til Óli? Er Skeljungur ekki hættur að flytja það inn núna,V-power 95okt komið í staðin.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Bjössi Mótor var að tala um þetta við mig uppá braut líka í gær, keypti á sama stað og lenti í þvílíkum gangtruflunum o.sv.frv.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline bæzi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 562
  • I live for quarter of a mile.....
    • View Profile
    • www.mothers.is
sælir

ég tók líka 98 á N1 hafnafirði áður en ég kom upp á braut, ég held að þetta sé bara eitthvert prump bensín......  :-# mér hefur fundist það áður...

En ég er reyndar ekki að blása neinu, og er því ekki eins viðkvæmur fyrir því eins og turbo og blower bílar en ég er að keyra með frekar háa þjöppu 11.6:1 hafði bara safe kveikju.

En þetta er alveg stór hættulegt......  :twisted:

kv Bæzi
BÆZI
Bæring Jón Skarphéðinsson 
KING OF THE STREETS 2012

Corvette c5 50th Anniversary 2003 LS2 404ci

1/4 10.8@132 1/8 6.99@103 60ft N/A (All motor on 98okt)

1/4 10.01@147.5 1/8 6.49@116 60ft  - no traction með Nítróið... :)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Ég setti 40L af 98 okt. á minn á föstudagskvöldið hjá N1 í Lækjargötu - fann ekki fyrir gangtruflunum um helgina.

En ekki var 1/4 tíminn eða hraðinn sá sem ég var að vonast eftir  :-" hvort það var bensínið eða ökumaðurinn veit ég ekki

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Hvar er þá hægt að fá 98 okt. bensín sem er í lagi  :?:

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
ég man ekki eftir því að hafa heyrt svona kvartanir frá 98okt olís bensíninu.
svo er spurning hvort þetta sé ekki bara bundið við þessa einu stöð?
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Buzy84

  • In the pit
  • **
  • Posts: 57
    • View Profile
Já þetta var frekar skítt, er komin á 95Vpower núna og er að blása 1,5bar án vandræða !!! sem segir okkur það að þetta bensín sem ég tók í gær er ekki í lagi,

ég er vanur að taka 98 á Olis og hefur það verið gott hingað til.

Kv Óli R

Offline kjh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Ég talaði við Skeljung í dag, þeir eru að skoða það að fara að flytja inn 98 oct og búnir að senda inn fyrirspurn þess efnis. Sá sem ég talaði við hvatti okkur, sem hafa áhuga, að senda þeim póst og láta vita af okkur.

Spurning um að gera það og láta vita af því að við höfum áhuga, því fyrr því betra...
Kjartan Hansson
1966 Ford Mustang V8 - 302
2005 Ford Mustang GT Premium - Seldur

Offline kjh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Sé líka að Olís er með 98 oct á eftirfarandi stöðvum á höfuðborgarsvæðinu skv. heimasíðunni þeirra:

- Álfabakki
- Álfheimar
- Ánanaust
- Gullinbrú
- Hamraborg
- Klöpp
Kjartan Hansson
1966 Ford Mustang V8 - 302
2005 Ford Mustang GT Premium - Seldur

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Takk fyrir að láta okkur hina vita. Ég get ekki hugsað mér að versla eldsneyti á kaggan hjá þessu fyrirtæki hér eftir. Ég hef fengið ruslbensín (átti að vera 98) frá N1 en ekki á þessum tiltekna stað sem þú nefnir. Gæðaeftirlit fyrirtækisins virðist vera út á þekju hvað þessi mál varðar.

Hvar nær maður í gott pumpubensín sem er sem næst brautinni okkar góðu?!?! Er ekki tilvalið að nota afsláttarkortið góða og versla við Shell, styrkja klúbbinn í leiðinni  :)

Það væri skemmtilegt að fá fleiri reynslusögur um 95 v-power'ið.


Kv,
Kiddi.
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Til samanburðar við oct. í USA þá er PON gildi 95 V-Power = 90,7
Það er fundið út með því að leggja saman RON-gildi sem er 96,2 og MON-gildi sem er 85,2 og deila í summu þess með tveimur.
en þessar upplýsingar eru fengnar frá Skeljungi skv. gæðaskjali síðasta farms af þessu bensíni!

« Last Edit: July 06, 2010, 02:14:53 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Skráið ykkur hér og svo sendi ég þetta á Skeljung:
http://dWc&hl=en

Hvernig kemst maður inn á linkinn?
« Last Edit: July 06, 2010, 12:59:18 by Trans Am »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Já, ég gat þetta að lokum .... login á Google vandamál.

Offline Sterling#15

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 237
    • View Profile
Talaði við Hermann forstjóra N1 og þeir eru að láta ransaka bensínið á þessari stöð.  Ef eitthvað er athugavert verður það bætt.  Hann ætlaði að setja niðurstöðurnar hér inn á spjallið.  98 okt bensínið frá Olís er keypt af N1 svo það er sama bensínið.  Eg hef ekki verið í neinum vandræðum með 98 okt N1, reyndar ekki keypt á þessari stöð en hann sagði mér að bensínið kæmi ekki alltaf frá sömu olíuhreinsunarstöðinni og væri misgott en þessvegna bættu þeir alltaf sínum efnum út í það til að fá sinn standard og hann sagði mér að þetta skipti þá miklu máli að þessir hlutir væru í lagi enda margir bílaáhugamenn sem vinna þarna hjá N1
Mustang 1966
2006 Saleen #1116  1/4 mile 11.45 á 119 MPH
2008 Saleen Sterling #15  1/8@6.987 1/4@ 10.84 á 132 MPH, 60 ft 1,644
2005 Volvo XC90 V8
Hilmar Jacobsen

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Flott hjá þér Hilmar að fara beint í toppinn með þetta,það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr prufunni.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Þetta kom upp á laugardeginum líka þess vegna var ég fljótur að kveikja á perunni þegar að Óli (Buzy) fór að tala við mig um þetta á sunnudeginum.

En sem sagt á laugardeginum þá var meiningin að stilla Supruna hans Danna, en það var alveg sama hvað við gerðum, lækkuðum kveikjuna um 6 gráður og svo var ég að monitora knock og við sáum jafnvel knock í 4psi blæstri, en áður var verið að blása 15psi sem að var mjög safe og ekkert vandamál með.

Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem að ég lenndi í þessu á þessari tilteknu stöð því þetta kom upp í fyrra hjá okkur Kjarra.
Þá vorum við nýbúnir að klára stilla Evo'inn hans og svo fór hann beint og tók 98 þarna á Lækjargötunni og bílinn fór strax að láta eins og kjáni.
Hann tappaði bensíninu af og fór með það til N1 sem sögðust hafa rannsakað það og það væri allt í góðu með bensínið, en það getur ekki verið þar sem að við sáum þetta alveg greinilega í vélartölvunni og á knockinu.
Einnig þá lagaðist vandamálið eftir að 98okt var keypt annarsstaðar, án nokkurra annara breytinga, en það var alveg sama hvað við reyndum að segja og útskýra N1 sagði að þetta sem var keypt á Lækjargötunni væri í lagi.

kv
Gummi
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Það væri skemmtilegt að fá fleiri reynslusögur um 95 v-power'ið.

Ég er allavega búinn að ákveða að taka samanburð í tvemur bílum á milli 95 v-power og 98okt til að sjá hver raunverulegur munur er í kveikju flýtingu og blæstri.
En eins og flest í kringum mig þá eru þetta blásnir 4 bangers, það væri gaman að heyra frá einhverjum öðrum sem hefur datalogging / tuning möguleika til að monitora knock ofl.

kv
Gummi
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Hvar ráðleggið þið snillingarnir þá 98 okt. bensínkaup á þessarri stundu?