Kvartmílan > Almennt Spjall
VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt
Olafur_Orn:
Ég hef verið á 98' okt, 99' V-Power, 95' Okt og 95' V-Power og mér fynnst bíllinn minn alveg lang
bestur á 95' V-Power.. En á móti kemur að ef ég þrykki í S eða Steptronic stillingu þá fynnst mér hann
tregur við að skipta, Ekki jafn snöggur og í D - inu.
Getur einhver sagt mér hvers vegna þetta er? Er það skiptingin eða er bensínið að hafa svona áhrif.
P.s. Glatað að heyra þetta með 98' á N1 Lækjargötu :( Verslaði nánast alltaf þar. :evil:
Hermann N1:
Góðan daginn
Við hjá N1 hófum rannsókn á öllu 98 oktana bensíni eftir að hafa heyrt af þeirri umræðu sem hér fer fram.
Okkar rannsókn náði til allra útsölustaða og birgðageyma í Örfirisey.
Í stuttu máli þá er bensínið í fullkomnu lagi og stens alla staðla sem slík vara á að uppfylla.
Fyrir utan þá umræðu sem hér fer fram þá eru fjölmargar bifreiðar sem kaupa þetta bensín á hverjum degi og hafa ekki fundið fyrir neinum vandamálum.
Við höfum ekki svör við því hvernig stendur á þeim gangtruflunum sem hér er lýst en það geta fleiri en ein ástæða.
Allt bensín bæði 95 og 98 oktana bensín er efnabætt í okkar birgðastöðvum og er eingöngu selt sem slíkt. Þetta hefur verið gert síðan 2003.
Við tökum það mjög alvarlega ef að upp koma vandamál með eldsneyti og því hvetjum við alla þá sem telja sig hafa keypt gallaða vöru að vera í sambandi við okkur og við munum fá botn í málið hvers kyns er.
Virðingarfyllst
Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1
Lindemann:
Er hægt að mæla þjöppuþol eldsneytis hér á landi?
Hermann N1:
Við sendum slíkar rannsóknir til Rotterdam.
Hermann
1965 Chevy II:
Takk fyrir upplýsingarnar Hermann,ég tók 98okt í gær á Lækjargötunni og ég get ekki fundið
neitt að því,reyndar er ég ekki með nema 10.25:1 í þjöppu og enga túrbínu eða slíkt.
Þess má geta að hjá Bogga á Rx8 var það ekki eldsneytið sem var að hrjá hann heldur bilaður nos window switch,
Ingó aftengdi hann eftir keppni og þeir fóru prufuferðir og allt virkaði sem skildi.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version