Kvartmílan > Spyrnuspjall
óvissa
1000cc:
Sælir
En mín spurning er hvers vegna að starta íslandsmóti og vera ekki kominn með leyfi á allar keppninar í mótinu. Því að ég er allavega búinn að leggja út rúmann 400 þúsundkall sem ég hefði vel getað notað í annað. :evil:
Kv.Diddi
SPRSNK:
Leyfismálin á að vinna á veturna - ekki þegar keppnistímabilið er hafið! :smt014
Endurnýjunardagsetning leyfis skyldi vera um áramót ekki 1. júní .......
Skv. keppnisdagatali ákvað ég sumarleyfi í ágúst til að geta tekið þátt í öllum Íslandsmótum sumarsins
Einn spólglaður og svekktur að sumarið er að fljúga hratt í burtu. :smt022
Elmar Þór:
Mér persónuleg finnst það að fyrsta verk nýrrar stjórnar hefði verið það að fá nýtt keppnisleyfi,( þar það sem það var fyrirliggjandi að það myndi renna út á miðju sumri) en ekki að fara í það að eyða orkunni og tíma í aðra hluti sem skipta minna máli, t.d nýtt flokkakerfi
Kveðja Elmar
1000cc:
Sæll ég skil bara ekki hvernig hægt er að auglýsa íslandsmót
29 maí - 1 umferð íslandsmótsins
12 júní - 2 umferð íslandsmótsins
3 júlí - 3 umferð íslandsmótsins
7 ágúst - 4 umferð íslandsmótsins
Og vera ekki með leyfi sem dekka íslandsmótið.Að fá leyfi fyrir einni keppni í einu er rugl, og fengist ekki leyfi á allar
keppninar, hefði ekki átt að reyna halda íslandsmót.
Kv.Diddi
Harry þór:
Diddi það er varla sanngjarnt að fara skammast við stjórnina.
mbk Harry Þór
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version