Nú eru bara 3 dagar þar til Landsmótið hefst á Selfossi. Mótið sjálft verður með svipuðu sniði og síðustu ár en með ýmsum breytingum samt. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum á aðaldeginum, laugardaginn 26. júní og má þar nefna kynningu á bílum, skottmarkaður þar sem félagar mæta með sína varahluti og selja eða skipta úr skotti bíla sinna, vöfflusala um miðjan daginn og leikir fyrir börn á öllum aldri. Dagskrá er að smella saman og er hægt að sjá hana á
http://www.fornbill.is/landsmot.html (einnig á Facebook
http://www.facebook.com/landsmot2010) ásamt öllum helstu upplýsingum um mótið og verða þær uppfærðar jafnóðum fram að móti. Dagskrá sunnudagsins verður að þessu sinni í höndum heimamanna, en Delludagar á Selfossi verða með ýmsar uppákomur við Hrísmýri, en rútuferðir frá tjaldsvæðinu þangað verða nokkrum sinnum um daginn svo hægt er að skilja bílana eftir á svæðinu. Nánar verður fjallað um mótið á fornbill.is nær helginni.