Kvartmílan > Mótorhjól
Það er einn maður sem endurkrómar hluti og sá maður er ruglaður!
Jet boat:
Sælir,
Ég er með harley davidson hippa og mig langar rosalega mikið að láta króma helling af hlutum sem eru á því og eiga að fara á það!
Í ágúst í fyrra þá fór ég með nokkra hluti til hans Magnús proppé og ég átti gott spjall við hann og virkaði hann sem ágætasti maður, ég slípað hlutina með 2000 vatnspappír og massaði
í drasl með póleringmassa eða hvað þetta heitir.
Síðan liðu vikurnar og svo mánuðurnir og ennþá eru hlutirnir hjá honum að safna riki, en í þau áttatíu til 100 skipti sem ég hef hringt eða komið við hjá honum þá hefur hann alltaf sagt mér að koma
á mánudag eða á föstudag, þetta er alveg að gera mig brjálaðann, er hann að stríða mér? Er hann eitthvað geðveikur? þar sem hann er sá eini sem stundar þessa iðju þá vill ég halda honum svona þokkalega góðum.
Er enginn snillingur hérna á klakanum sem langar að starta svona kompaníi?
Kveðja, einn pirraður!
Moli:
Þú ert ekki sá fyrsti sem lendir í þessu! :roll:
Mér skilst að það sé eitthvert málningarverkstæðið sem er búið að fjárfesta í svona græju, man ekki í augnablikinu hvað það heitir.
http://sprayonchrome.com/HomePageVideo/videoPlayer.swf
Meira hér --> http://www.sprayonchrome.com/index2.html
Belair:
love it sprauta T/A með þessu EF eg fæ stóra vinninginn
Jet boat:
Já ég var búinn að sjá þetta spectra crome, algjör snilld!
Það verður gaman að sjá krómið aftur á götunni! þá hætta menn kanski að sprauta felgurnar svartar eins og hefur tíðkast undanfarin ár, Krómið er flottast!
ingvarp:
þetta spectra chrome er magnað :shock:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version