Kvartmílan > Alls konar röfl

Ílla auglýst og leiðin ekkert merkt.

(1/2) > >>

fannarp:
Félagi minn hríngdi í mig í morgun og spurði hvort ég vildi koma á keppnina í dag, ég hafði ekki heyrt um neina keppni og kíkti því á kvartmíla.is en viti menn þar er hún hvergi auglýst allavega ekki á forsíðu og fann ég ekkert í spjallinu.

Jæja skeltum okkur af stað en þar sem ég hef ekki komið þarna í nokkur ár ættlaði ég gömlu leiðina sem er horfin og engin skilti sem að segja til um leiðina þangað.

Keyrði þarna um svæðið þangað til við sáum 1 lítið upplitað skilti sem á stóð kvartmílubraut en svo ekkert meir var kominn uppá rallýkroosbraut þegar ég snéri við og fann rétta leið.

Hvernig er hægt að ættlast til aðfá fleirri áhorfendur ef leiðin að brautinni er ekki merkt og ekki auglýst á heimasíðu klúbbsinns.

Fannar Pálsson

stebbsi:
þessu var postað hér inn fyrir ekki svo longu síðan..
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=50565.0

Guðmundur Þór Jóhannsson:

--- Quote from: stebbsi on May 29, 2010, 19:20:10 ---þessu var postað hér inn fyrir ekki svo longu síðan..
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=50565.0


--- End quote ---


Sælir

Já það voru mistök að auglýsingin fór ekki inn á vefsíðuna, en venjulega eru auglýsingar á forsíðunni hjá okkur.
Annað sem að er nýtt hjá okkur er að við erum með póstlista fyrir þá sem eru ekki í klúbbnum, það er hægt að skrá sig í það á forsíðunni hjá okkur og kallast "Vinir Kvartmíluklúbbsins.

Einnig  þá er kort af leiðinni að brautinni á forsíðunni hjá okkur undir "Brautin"

Varðandi merkingar þá erum við að vinna í því að leiðin verði merkt, og vonandi þá klárast það fyrr en seinna.


kv
Guðmundur Þór
Varaformaður Kvartmíluklúbbsins

Comet GT:
ætlaði á Musle car daginn í dag, heyrði af honum bara fyrir nokkrum dögum og lítið búinn að vera á netinu síðan. Fór að leyta, þvældist milli staða í tæpan klukkutíma og fann svo loksins staðinn, en þá var allt gamanið komið langleiðina með að vera búið. Þetta fannst mér verulega leiðinlegt og sé ekki hversu mikið mál er að fá þó ekki væri nema eitt skilti sem eð myndi beina manni af Reykjanesbrautinni og á réttan afleggjara. Get t.d ekki séð að það sé til þess að fá fleira fólk í stúkurnar að hafa leiðina svona. Til til dæmis, eitthvað fólk út í bæ sem að fréttir af þessu í gegnum vini og veit ekki um þessa síðu, það kemur aldrei til með að komast klakklaust alla leið og gæti alveg endað með því að snúa bara við og gefast upp. Ég veit að ég var nálægt því...
Kv Sævar Páll

Moli:
Ég setti upp skilti í fyrra við Krísuvíkurveginn, veit hreinlega ekki hvort það sé þar ennþá!  :-k

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version