Hér er formlegur auglýsingaþráður fyrir þetta "draumaproject" mitt.
Ath. að það eru
aðeins til 3 svona bílar á Íslandi (þ.e. W111 Coupé) og þar af er
1 í uppgerð hjá Herr Dr. Rúnari (
http://www.stjarna.is/1963),
1 líklega ónýtur (sá eini beinskipti) og hefur hann staðið úti sl. 6-7 ár á Grensásveginum
og svo þessi sem auglýstur er hér.
Upplýsingar um bílinn Gerð: Mercedes Benz 220SEb/C / W111 /3 - 3ja dyra "Coupé"
- þessi gerð af Mercedes Benz hefur viðurnefnið Heckflosse á þýsku og Fintail á ensku
Árgerð: 1965 (síðasta framleiðsluár 220 útfærslunnar)
Fastanúmer: VJ-023
Ekinn: ? - km. mælir sýnir bara 5 tölustafi og því ekki marktækur þar sem fyrri eigandi vissi ekki nákvæmar uppl. um aksturinn
Vélarstærð: 2195 ccm línusexa, 88 kW / 120 PS hestöfl
Gírskipting: Sjálfskipting
Eldsneytistegund: Benzín
Litur: "Taxabeige" ("kremaður" og augljóslega "sölusprautaður") - original litur var hvítur (DB050)
Drif: Afturdrif
Dekk / felgur: Sumardekk í ágætu ásigkomulagi (skv. beztu vitund), MB stálfelgur og koppar
Útbúnaður: Original Becker radio (veit ekki hvort það virkar), Webasto topplúga
Ástandslýsing: Bíllinn þarfnast uppgerðar, var vel ökuhæfur (þ.e. sjálfskipting og bremsur virkuðu ágætlega) síðast þegar hann var ekinn en kaldræsibúnaður vélar er í ólagi.
Þá vantar rafgeymi í bíllinn þar sem hann eyðilagðist vegna "of lítillar notkunar"....
Aðrar upplýsingar: Þessi bíll var fluttur til landsins frá USA í ársbyrjun 2006 en er þó Evrópumódel.
Ekki veit ég meira en það sem fyrri eignadi tjáði mér en hann sagði að bíllinn hefði alltaf verð í Kalíforníu og ber innréttingin merki þess að hann hafi staðið úti í sólinni
Bíllinn hefur aldrei farið í gegnum skoðun hér á landi, bara forskráður og ber því fastanúmerið VJ-023.
Það þarf að gera heilann helling við þennan bíl til þess að gera hann eins og nýjann.
Líklega þarf þó ekki mikið til til þess að gera hann skoðunarhæfann þar sem vél og kram er þó að mestu leyti í lagi. Bíllinn var, eins og áður segir, ökufær þegar ég fékk hann þó hann hafi átt í vandræðum með að fara í gang (hefur ekki verið ræstur frá árinu 2007). Kunnáttumenn (ég telst sem sagt ekki þar á meðal..) ættu auðveldlega að geta komið honum í gang aftur. Í bílnum er þó splunkunýr kaldræsiventill
ásamt því að Ræsir "snéri vélinni" fyrir mig og lagaði eitthvað til í rafkerfinu (reikningur upp á 80.000 kr.
).
Þá er svissinn laus en ég varð að láta útbúa lykil í hann þar sem engir lyklar komu með bílnum.
Innréttingin er illa farinn og þarf að gera hana alla upp (setja nýtt leður á sæti, skipta um teppi, pússa við o.fl.) sem ég vissi af áður en ég keypti hann. Allur viður tel ég þó vera uppgerðarhæfur (skv. bestu vitund). Einnig er möguleiki að það þurfi að skipta alfarið um sæti ef þau reynast ekki uppgerðarhæf.
Ég hef lítið getað gert við bílinn vegna plássleysis, verið upptekin við fjölgun mannkyns ásamt því að kreppan hefur ekki auðveldað aðföng.
Það sem ég hef keypt fyrir bílinn er English User Manual, sem ég læt fylgja með, og "Kaltstartventil" (kaldræsiventill), ásamt því að ég get útvegað geisladisk með upplýsingum um bílinn (teikningar o.s.frv.).
Verð: Tilboð óskastSkipti möguleg en ég hef ekki áhuga á því að skipta þessum bíl upp í eitthvað annað
Ekkert áhvílandi, vörugjöld og tollar voru greiddir við komu til landsins.
Hér má sjá sambærilegan bíl til sölu á eBay.com en ég tel þó að minn bíll sé ekki eins ryðgaður og þessi - en þó með þeim fyrirvara að maður veit aldrei hvað leynist undir lakkinu þegar búið er að sandblása
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=270581818172#ht_809wt_1165Hér má svo sjá annan til sölu á eBay.de, ryð er augljóslega komið í bretti skv. myndum en ekki eins góð sölulýsing og í USA:
http://cgi.ebay.de/Oldtimer-Mercedes-220-Coupe-/200473466490Ég hef íhugað að selja bílinn úr landi ef ekki fæst ásættanlegt verð fyrir bílinn og myndi þá líklega auglýsa hann á eBay.com og eBay.de.
Ef ásættanlegt verð fæst fyrir bílinn hér á landi þá verður hann eingöngu seldur til kunnáttumanna sem hafa metnað, aðstöðu, getu og fjármagn til þess að gera upp bílinn. Ég hef engan áhuga á því að selja hann til aðila sem myndi bara láta hann standa úti og grotna
Ef ekki fæst ásættanlegt verð fyrir bílinn þá mun ég frekar geyma hann þá bara áfram og vonandi fá þá bara tækifæri til þess að gera hann upp í framtíðinni
Tengiliðaupplýsingar seljanda:Benedikt Hans Rúnarsson
Sími: 858 6313
Netfang: bhr@simnet. is
Myndir:Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru vorið 2006 þegar ég tók bílinn út "til þess að hreyfa hann aðeins". Ath. að það brúna sem er á malbikinu undir bílnum er mold en ekki olía né ryðdrulla af bílnum
.
Og nokkrar nýjar myndir frá því um sl. helgi:
Gripurinn tekur mikið pláss í þessu "frímerki af bílskúr" sem ég á, og er því hver centimeter notaður
Þröngt en samt í lagi ef vel er að farið
Skottið er risastórt
Já, innréttingin er ekki falleg og þarfnast algjörar yfirhalningar.
Helv... fíflin sem fluttu bílinn skemmdu hann
Hér er að finna síðu undir "Bílar félagsmanna" á spjallþræði Mercedes-Benz klúbbs Íslands sem tileinkuð er þessum bíl:
http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic.php?f=15&t=6709og á Cardomain.com með fleiri myndum:
http://www.cardomain.com/ride/2300298Nánari upplýsingar um þessa gerð af Mercedes-Benz er m.a. að finna á:
http://et.mercedes-benz-clubs.com/mediawiki/index.php/Kategorie:W110/W111/W112/en#W_111_.2F_W_112_Coupes (nákvæmar tæknilýsingar frá Mercedes-Benz)
http://www.w111.net/ og
http://www.heckflosse.nl/Þá má alveg geta þess að með þessari gerð bíla frá Mercedes-Benz (W111) var krumpusvæði kynnt fyrst til sögunnar, nokkuð sem þykir sjálfsagt í dag (W111 kom á markaðinn 1959) Svona átti hann að líta út uppgerður af mér en þó með Coqnac (brúnu) leðri (DB code 1505):