Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Kvartmílu - Skráning

(1/6) > >>

Jón Bjarni:
Sælir Félagar Góðir

Nú er komið að fyrstu Íslandsmeistarakeppni sumarsins.
Hún fer fram Laugardaginn 29. maí

ATH þetta eru þeir flokkar sem verða keyrðir í þessari keppni

Bílar:
RS – Rally sport
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Reglur:RS
OS – ofur sport
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Reglur:os
TS – true street  Drag radial
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=50902.0
TD – true street DOT
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=50902.0
HS – Heavy street
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=50902.0
DS – door slammer
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=50902.0
OF – Opinn flokkur
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Reglur:OF
Bracket
http://en.wikipedia.org/wiki/Bracket_racing

Hjólaflokkar:
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Reglur:M%C3%B3torhj%C3%B3l


Dagskrá:

9:30 – 11:00   Mæting Keppanda
10:00 – 10:45   Æfingarferðir
11:00      Pittur lokar
11:05      Fundur með keppendum
11:20      Tímatökur hefjast
13:20      Tímatökum lýkur
13:20 – 13:45   Hádegishlé
13:45      Keppendur Mættir við sín tæki
14:00      Keppni Hefst
16:25      Keppni lýkur – Kærufrestur Hefst
16:55      Kærufrestur liðinn
17:00      Verðlaunaafhenting á Pallinum við félagsheimilið

Til að taka þátt þarftu að hafa:

Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur Akstursíþróttarklúbb innan ÍSÍ
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:

jonbjarni@kvartmila.is

Nafn
Kennitala
Keppnistæki
Bílnúmer
Flokkur
GSM

Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á kvartmíluspjallinu.
Nánari upplýsingar í síma 8473217, Jón Bjarni

SKRÁNINGU LÝKUR Fimmtudagskvöldið 27. maí Á SLAGINU 00:00

þegar skráningu er lokið verður EKKI hægt að skipta um flokk nema að flokkurinn innihaldi aðeins einn keppanda.

Þeir sem eru ekki vissir í hvaða flokk þeir ætla að skrá sig í:

Það er leyfilegt að skrá sig án þess að tilgreina flokk.
Þá getur fólk mætt á æfinguna og ákveðið hvaða flokk það á heima í.
Það fær samt einginn að keyra á þessair æfingu nema að vera búinn að skrá sig og borga keppnisgjöld

Dagskrá keppninar verður birt síðar
Mæting er á milli 9:30 og 11.
Á slaginu 11 verður hliðinu lokað og þeir sem mæta eftir það verða ekki með.

ATH til keppanda.
Þeir sem mæta á keppnisæfinguna þurfa ekki að fylla út skráningarblaðið aftur.
ALLIR KEPPENDUR EIGA AÐ KOMA VIÐ Í FÉLAGSHEIMILINU OG FÁ DAGSKRÁ Á LAUGARDEGINUM ÁÐUR EN ÞEIR FARA NIÐUR Í PITT!!!!!!!!!!!

Til að flýta fyrir skráningu þá er gott ef menn geta komið með þetta skjal útfyllt.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=42742.0;attach=44370

Æfing fyrir keppnina fer fram fimmtudaginn 27 maí.
Hún verður keyrð frá 19:00 til 22:00
 
Keppnisgjöld verða að vera greidd fyrir Kl: 00:00 Fimmtudaginn 27. Maí
ATH.  Þetta er loka frestur á keppnisgjöldum nema eitthvað komi uppá hjá mönnum og þeir geta ómögulega greitt keppnisgjald á réttum tíma. 

Enginn fer niðrí pitt fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd

Einnig ætla ég að biðja sem flesta að reyna að millifæra keppnisgjöldin

Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199

Keppnisgjaldið er 5000kr - ÍSÍ gjald innifalið

KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA


Keppendur undir 18 ára aldri þurfa skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum

Ef það eru einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að hringja í síma 847-3217, Jón Bjarni

SPRSNK:
Tekið af BA spjallinu:

Quote from: Jón Bjarni on Mon 24 May '10, 23:03:21
Keppnisgjaldið er 5000kr - ÍSÍ gjald innifalið

Sæll Jón, þú þarft að uppfæra upplýsingar varðandi keppnisgjöld hjá þér ef keppendur ætla að safna stigum til Íslandsmeistara http://www.ba.is/news/verdskra_2010

kv
Björgvin

Þetta þarf að vera á hreinu fyrir helgina er það ekki?
Það er eitt að taka þátt í Íslandsmóti í Kvartmílu og annað að safna stigum til að geta orðið Íslandsmeistari að loknu sumri :-$

Hmmmm.....

Hera:
Hvert er gjaldið fyrir hjólin þau eru ekki aðilar að LÍA og þar með aðrar reglur sem gilda þar.

Auk þess langar mig rosalega til að vita hve margar keppnir á þwssu sumri þarf að mæta í til að keppa til íslandsmeistara??
Það var frekar fúlt í fyrra að mæta í keppni nr 2 með þau svör að það væri í lagi en fá svo að vita eftir kepnina að ég gæti ekki kept til titils vegna þess að ég komst ekki í fyrstu keppni.

Ég er ekki tilbúin til að greiða félagsgjald, keppnisgjald og ísí gjöld til þess að fá að vita eftir á að ég er ekki memm, endilega svara þessu sem fyrst please!!!! þar sem ég veit að ég mun missa af einni keppni í sumar.

Hera:

--- Quote from: Hera on May 25, 2010, 15:35:02 ---Hvert er gjaldið fyrir hjólin þau eru ekki aðilar að LÍA og þar með aðrar reglur sem gilda þar.


--- End quote ---

Komið svar frá MSÍ:
MSÍ rukkar ekki gjöld nema ef skráning í kepni fer í  gegnum þeirra skráningarkerfi.


Hvert er keppnisgjald KK þá??





1965 Chevy II:
Keppnisgjöldin eru 5000kr fyrir alla,innifalið er allur kostnaður vegna keppanda.
Þrjár keppnir af fjórum gilda til íslandsmeistara.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version