Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Stóra Duster leitinn!
S.Andersen:
Sæll Einar.
Já ég man vel eftir þessum Duster hans Ella heitins.Við vorum miklir vinir á þessum tíma og brölluðum margt saman.
Við leigðum skúr saman á Hellisgötuni Hafnarfirði.Dusterinn var 71 árg var twister gerð,orange og 318 eins og þú sagðir.
Það er líka rétt að 440 átti að fara ofan í en fór aldrei í.
Ég á myndir af þessum bíl en ég kann ekki að setja þær inn.
Elli keypti síðan hvítan 69 GTS sem hann seldi svo norður.
Kv.Sigurjón Andersen
Dart 68:
Þessi á síðustu mynd er á Vaði í S-þingeyjarsýslu :)
Einu sinni átti (sem kemur þessu kannski ekki mikið við) ég Vínrauðan m/svörtum vinil ´74 DUSTER 6cyl \:D/
-sá bíll er hinsvegar að ónýtast inn í Jökuldal :cry:
patrik_i:
veistu hvar i jökuldal ?
zerbinn:
Þegar Vaðsbílinn var upp á sitt besta og var í eigu bræðra frá Hraunkoti í Aðaldal gekk hann undir nafninu Kæfan. ekki veit ég sammt afvherju. í Fyrsta þræðinum hérna á þessu spjalli eru 3 myndir. á mynd nr 2 er rauður bíll. Sú mynd er tekin á hafralæk í Aðaldal. Bara svona til fróðleiks :D
Dart 68:
--- Quote from: patrik_i on May 21, 2010, 19:52:51 ---veistu hvar i jökuldal ?
--- End quote ---
Man ekki hvað bærinn heitir en hann (og bíllinn) sést (allavega sáust) frá þjóðveginum
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version