Ég kynntist aðeins Honum Jóni seinasta sumar þegar að ég lék fanga á Litlahruni í fangavaktinni og hann er alveg príðis náungi.
Það er alveg möguleiki að hann fái mitt atkvæði núna ekki getur maður réttlætt það mikið lengur að kjósa minn gamla flokk sem er X-D en það er alveg með ólíkindum hvað þeir eru að skíta uppá bak þessa dagana þá sérstaklega á Alþingi.
Formaðurinn verður að víkja svo hægt sé að endurnýa flokkinn en það virðist sem að siðblindnin sé alveg að fara með hann og hans lið.
Maður er við það að gubba þegar að maður hlustar á réttlætingar bullið í sumum sjálfstæðis mönnum í dag.
Samfylkingin í borgini er nú lítið skárri með Dag sem er pólitískt afkvæmi Ingibjargar S og virðist sem að hann líti á stjórnmál sem eina alsherjar ræðukeppni þar sem best er að svara engu heldur að gera sitt besta í því að bulla endalaust án þess að svara einföldum spurningum.
VG er með mjög svo umdeilda manneskju framalega sem er harðlínu feministi með mjög svo einkennilegar skoðanir á samfélaginu vægasagt.
Framsókn er dáinn og ekkert eftir annað en að kaupa legstein á leiðið.
Ólafur F er á leið útúr stjórnmálum en það er trúlega best fyrir hann karltuskuna enda virðist oft sem að hann sé ekki að alveg að höndla það að vera í þessum slag.
Þannig að eftir þessa upptalningu hjá mér þá held ég að Besti flokkurinn sé langskársti kosturinn í dag.