Skil hvað þú meinar.
Með '57 lettann þá er búið að mála fölsin, glæra þau og setja listana á hann, þeir hafa mögulega verið settir á bara fyrir sýninguna, það var haft samband við hann með mjög stuttum fyrirvara. Allavega... Það er alveg hægt að mála fölsin og glæra þau sér, þá fer fráúði frá lit og glæru yfir á boddyið (eins og á Lettanum), nema það sé búið að teipa það sérstaklega inn.
Í þessu tilviki með '57 Lettann þá væri alveg hægt að slípa niður glæruna/fráúðan á boddýinu og setja "puslu" á milli hurðar, stafs og brettis, en með því þá kemur ekki hvöss brún frá glærunni og enginn fráúði inn í fölsin, þannig væri hægt að teipa reistina inn af bílnum, lita hann og glæra svo. Ég hefði amk. ekki gert þetta nema taka hvert stakt stykki fyrir sig. Þ.e. lita fölsin og lausu boddýhlutina sem myndu þá vera á búkkum og glæra þetta svo allt saman.