Author Topic: Subaru 1800 Turbo  (Read 2514 times)

Offline gudniw

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Subaru 1800 Turbo
« on: April 27, 2010, 13:49:42 »
Er með til sölu Subaru 1800 turbo.  Það er nýbúið að skipta um vél í bílnum en hann er ekki kominn í gang, eitthvað neista vandamál, eflaust eitthvað lítið mál.  Ég mun laga það á næstunni, þ.e.a.s. ef bíllinn selst ekki strax.  Svo vantar í bílinn bensíndælu.

Helstu upplýsingar:

Keyrsla: 230 þúsund ca.
Beinskiptur
Afturhjóladrifinn(selst þannig)
Svartur að lit
Rauð turbo innrétting(rauð sæti eru komin í bílinn en hurðarspjöld fylgja með)
Framsvunta af coupe bíl, þarfnast smá lagfæringa
Intercooler úr GT imprezu
Diskabremsur allan hringinn
Jafnvægisstöng að aftan
Tiltölulega nýlegt í bremsum að framan, þ.e.a.s. bremsudiskar og klossar
Bíllinn var málaður sumarið 2008 og lítur lakkið ágætlega út
Á bílnum er smá beygla á hægra afturbretti sem lítið mál ætti að vera að laga

Með bílnum fara einhverjir varahlutir og slíkt;
stálfelgur
afturspyrna
Hjólnöf að framan ásamt dempurum og gormum
Einhverjir öxlar
háspennukefli
1800 non turbo mótor sem fer í gang en er kominn til ára sinna, á honum er blöndungur sem er í lagi
Einhverjir spindlar og stýrisendar(nýtt)
Bensíndæla fyrir blöndung
Converter fyrir sjálfskiptingu
auka túrbína sem er orðin slöpp
Kveikja
2 stk vatnskassar, veit ekki ástandið á þeim
hornljós
eitthvað púst dót, flangs og eitthvað fleira
miðjustokkur og fleira í innréttingu t.d. rauð belti
viftureim
alternator
stýrismaskína
gamalt útvarp, sem virkaði síðast þegar það var notað
festing fyrir bensíndælu
ýmsir gúmmíhringir og slíkt(nýtt)

Annar Turbo mótor fer svo með en sá mótor er allur sundur rifinn en það var vegna þess að í honum brotnaði stimpill, allir boltar og þvíumlíkt fylgir með

Og svo á ég örugglega eitthvað meira dót til að láta með bílnum

Verðhugmyndin er 100 þúsund fyrir allt dótið en það er alls ekkert heilagt verð.



Hafið samband í PM.