Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Uppgerð á Mustang 1972
Frissi:
--- Quote from: ADLER on April 26, 2010, 09:55:08 ---
--- Quote from: Frissi on April 25, 2010, 21:07:08 ---Fyrri eigandinn sprautaði hann. Það var vel gert en samt frekar skrýtið að hann skuli ekki byrja á því að taka ryðið úr honum og skipta um vélina sem var algjört hræ. En núna er hann orðin eins og nýr, enda tók það sinn tíma og mikla vinnu.
--- End quote ---
Er það ekki Gummari ?
--- End quote ---
Já, hann kom honum á götuna um 2007
348ci SS:
vá þetta er magnaður bíll! 8-) 8-)
Moli:
--- Quote from: Frissi on April 26, 2010, 12:15:09 ---
--- Quote from: ADLER on April 26, 2010, 09:55:08 ---
--- Quote from: Frissi on April 25, 2010, 21:07:08 ---Fyrri eigandinn sprautaði hann. Það var vel gert en samt frekar skrýtið að hann skuli ekki byrja á því að taka ryðið úr honum og skipta um vélina sem var algjört hræ. En núna er hann orðin eins og nýr, enda tók það sinn tíma og mikla vinnu.
--- End quote ---
Er það ekki Gummari ?
--- End quote ---
Já, hann kom honum á götuna um 2007
--- End quote ---
Það var reyndar vorið 2008. Bíllinn var tilbúinn í vikunni sem Burnout sýningin var í Kórnum 2008. En var einhverntíman talað um að Gummari hafi "gert hann upp?" Uppgerð á bíl er misjöfn í hugum manna, það sem einir kalla að almála bíl og betrumbæta aðeins, kalla aðrir uppgerð frá a-ö.
Engu að síður mjög flott og vel að verki staðið, einmitt það sem þessi bíll þurfti! 8-)
Frissi:
Þakka góð ummæli um Mustanginn.
Svo það sé á hreinu þá keyptum við bílinn ekki af honum Gummara.
Þegar við keyptum bílinn á Akranesi þá höfðum við samband við Gummara og það
stóðst allt sem hann sagði um bílinn.
Daði S Sólmundarson:
Gott að sjá að þessi er í góðum höndum,hann var lengi i Hveragerði í gamla daga vínrauður (eins og reyndar sést á sumum myndunum) með svartan výniltopp.
kv Daði.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version