Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Gamall bíll rétt fyrir utan Selfoss?
Dart 68:
hvernig er ástandið á mótornum í þessum bíl ??
Moli:
Þetta er 1979 Buick Riviera, hér eru fleiri myndir og númeraferill.
Eigendaferill
16.06.1995 Jakob Viðar Ófeigsson Rimar 6
07.06.1979 Karlsefni hf Holtaseli 42
Skráningarferill
07.06.1979 Nýskráð - Almenn
Númeraferill
07.06.1979 R4181 Gamlar plötur
ADLER:
Hvað er svona gripur að verðleggjast á ?
Rúnar M:
Það á að vera fínn mótor í honum......þegar Viðar eigandi nr 2 fær hann var biluð túrbínan, hann fær nýja í hann og gangsetur og síðan hefur hann verið gangsetur við og við.....stóð samt lengst af inn í skúrnum hjá honum síðan 1995 og var ekki á skrá......það er alveg í síðastalagi að bjarga honum en vel hægt.. :)
Eigandinn er frekar að hugsa um að koma honum í góðar hendur en að fá sem mest fyrir hann og er þá að hugsa um eitthvað málamyndagjald.....
ADLER:
Þetta er freistandi. :)
Þennan bíl ber að varðveita enda alveg gríðalega fallegt boddý en það er ekki hægt að segja það um alla bíla frá þessum tíma.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version