afi minn átti svona 4 dyra:) sem honum þótti mjög vænt um en amma lét kallinn selja hann þegar þau fengu sér nýjan Lancer 1987

það kom maður úr Keflavík og keypti bílinn á slikk, en svo örfáum dögum seinna þá fer ég með afa á torfærukeppni í Grindavík, þar sjáum við Malibu drekann í þvílíkum slagsmálum við einhvern Ford Fairmont og Lödu

hann var þá í klessubíla keppni og Afi varð klikkaður

það var Einar Karlsson sem keypti bílinn í þetta atriði, hann keppti líka í torfæru í þessari keppni, mig minnir að hann hafi verið á svörtum Bronco 74.