Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevelle og Camaro

(1/5) > >>

Moli:
Þessir voru á sýningu KK '79 eða '80. Hvaða bílar eru þetta, og hver er saga þeirra? Veit einhver hverjir eigendur voru á þessum tíma og hvernig/hvar þessir bílar enduðu? Þetta eru einu myndirnar sem ég á, og hef séð af þeim.  :-k

10.98 Nova:
Er þetta ekki ´Camaroinn sem Gunni múr er að gera upp.
Kv Benni

Moli:

--- Quote from: 10.98 Nova on April 29, 2010, 00:13:56 ---Er þetta ekki ´Camaroinn sem Gunni múr er að gera upp.
Kv Benni

--- End quote ---

Góð spurning, hef spurt marga og fáir kannast við hvaða Camaro þetta sé.

Hér er ferillinn af bílnum hjá Gunna, kannski að hann kveiki á einhverjum bjöllum!  :-k

Eigendaferill      
27.12.2001   Gunnar Guðmundsson    Hraunbær 102b
28.6.2000   Ásmundur Jespersen    Kópavogsbraut 78
31.12.1999   Óðinn Magnússon    Danmörk
3.6.1987   Heiðar Skúli Steinsson    Breiðvangur 30
2.10.1985   Salómon Einarsson    Engihjalli 1
24.11.1984   Sigurður Tómas Sigfússon    Hvammsgerði 2
17.8.1983   Karl Valdimar Brandsson    Birkihlíð 2b
27.5.1983   Jóhann Jóhannsson    Ljósheimar 16
28.3.1983   Bæjargarðurinn ehf    Pósthólf 8220
17.5.1982   Gunnar Kristjánsson    Glitvangur 27
1.4.1980   Smári Helgason    Heiðarból 23
19.5.1982   Valdemar Einarsson    Austurbraut 11
20.11.1979   Sigurjón P Magnússon    Borgarhraun 13
17.8.1977   Sigfús Bergmann Sverrisson    Reyðarkvísl 18


Skráningarferill      
26.2.1990   Afskráð -   
1.1.1900   Nýskráð - Almenn   

Númeraferill      
16.1.1986   Y14121    Gamlar plötur
21.9.1983   G19068    Gamlar plötur
14.4.1983   Y6981    Gamlar plötur
1.9.1982   G17905    Gamlar plötur
20.11.1979   Ö5046    Gamlar plötur
17.8.1977   R11015    Gamlar plötur

suðurland:
Þennan Camaro átti ég 1982 og lenti í árekstri á honum og tjónaði hann að framan 1 mánuði eftir að ég eignaðist hann en ég er ekki á eigendaferli sem ég átta mig ekki á vegna þess að ég skilaði inn tilkynningu man ég og auk þess sennilega ekki greitt til mín tjónið hafi hann ekki verið á mínu nafni. En Ég skipti honum tjónuðum fyrir Le Mans 71. 2ja dyra.
Camaro fékk ég í skiftum við Gunnar Kristjánson og hann fékk hjá mér Hvítan Mercury Marquis Brougham 1973 númerið E 813 að mig minnir mikil stæl kerra. Sá bíll sá ég að endaði í Rússatogara.

Moli:
Sæll, ferillinn hèr að ofan er af Camaro sem Gunni "Mùr" er ad gera upp. Mannstu hvaða bìlnnúmer var á bílnum þegar þú áttir hann? Eda veistu hvað varð um hann eftir að hann tjònaðist hjà þèr?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version