Kvartmílan > GM

5th gen myndir - Fór á New York Auto Show

(1/1)

Kowalski:
Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók á bílasýningu í New York í vikunni.

Ég endaði eiginlega alveg óvart þarna (New York Auto Show, RISA RISA sýning með flestum bílaframleiðendum), og ég sé bara ekkert eftir því.  :lol:

Eitt það fyrsta sem blasti við manni voru tvö stykki Camaro frá Hennessey, gulur HPE600 og cyber grár HPE700. Þvílíkar græjur.







Rétti liturinn er geggjaður og sést betur hérna. 600+hp skemma ekkert fyrir.


Grái LS9 - 705hp. Svakalegur.






SLP var með einn SS rétt hjá.


Svo datt maður inn á heimaslóðir í Chevrolet básinn.  8)











Transformers bíllinn. Gula og svarta litacomboið er alveg að gera sig.







Ég hef alltaf fílað þessa nýju kynslóð nokkuð vel, en ég er ekki frá því að álit mitt á þeim hafi hækkað töluvert eftir að hafa séð bílana svona í persónu og skoðað þá gaumgæfilega (það var leyfilegt að setjast í flest alla bílana á sýningunni).

Burtséð frá því hvað þeir eru þungir og stórir, þá eru þetta náttúrulega svaka lúkkerar!
Þeir eru samt miklu nettari í persónu en ég hafði búist við, ekki jafn miklir kassabílar og ég hafði ímyndað mér, ef það meikar sens.

Stóri bróðir fær að fljóta með. Vígalegur djöfull. 8)



Belair:
nice og gaman  8-)

1965 Chevy II:
Geggjaðir bílar  8-)

Geir-H:
Þetta er bara flott og gaman að sjá rendurna á Hennessey bílunum

Kallicamaro:
Mega græjur, gaman að kíkja á svona humangous sýningar  8-)

Navigation

[0] Message Index

Go to full version