Blessaðir
Rauðbrúni Challengerinn á mynd nr. 2407 og 2362 var í minni eigu þegar þessar myndir voru teknar. Mynd nr. 214 er sennilega af honum einnig, en tekin einhverjum árum síðar. Fastanúmerið á þessum bíl var AI-800 og þegar ég átti hann var hann með G-4402. Þessi bíll var árg. 70 en skráður árg. 71. Ef ég man rétt þá kom hann nýr í gegnum umboðið en var eftirársbíll og ekki nýskráður fyrr en 1971. Það sem var öðruvísi við þennan bíl að hann var með rafmagns rúðuupphalara og sjálfskiptur í stýri. Orginal var í honum 383. Ég er 16 ára þegar ég eignast hann 1977. Þá hafði hann oltið á Breiðholstbrautinni, það var búið að rífa hann og selja flest úr honum. Búið var að setja upphalarana og hurðaspjöldin í Hemi-inn, (sem ég fékk til baka frá Kjartani), 440 magnum vél fékk ég hjá Viggó sem átti RT-inn, afturhásinguna úr Hemi-inum (undir hann var sett dana 60). Six-pakið kom síðar, edelbrock og Holley. Ekki má gleyma Shaker húddinu en það var orginal á Hemi-num. Ég kaupi undir bílinn Fenton felgur og Kelly dekk. Það tók 19 mánuði að gera bílinn upp. Einnig má minnast á það, þar sem menn eru að velta þessum bílum fyrir sér, að liturinn á Heminum og R/T bílnum voru meira út í brúnt. Þessi var rauðbrúnn. Ég læt nokkrar myndir fylgja. Veit einhver hvar þessi bíll er í dag?
kveðja
Guðmundur Örn Guðmundsson