Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Challenger

<< < (4/6) > >>

Moli:
Ég er líka farinn að hallast að því Sigtryggur, HEMI bíllinn var '71 en þessi brúni er '70 og með áföstu Shaker "scoopi".

Þekkir einhver bílinn?????  :-k :-k :-k :-k

hemi-ice:
 Ég man ekki eftir að six -pack Challinn hafi lent í tjóni. Viggo seldi hann austur á Hellu og þá með 361 sem var til í geymslunni!!En 440 six-pack vélin var þá ónýt eftir mikla flýtiferð til Keflavíkur. Í þeirri ferð brotnaði stimpilstöng, sveifarásinn og stimpilstöngin stóð út í gegnum blokkina og nokkrar stangir bognuðu. Blokkinni og þessu dóti var hent í brotajárnið hjá Sindra í Sundahöfn og það flutu mörg tár hjá okkur félögunum þegar þessu var hent. Það er svolítið merkilegt hvað það eru til fáar myndir af þessum merkilega bíl frá því að Viggo átti hann. Man þó að Viggo var í viðtali í Samúel og þar voru nokkrar myndir af þessum bíl. Fínt að vita af honum í uppgerð þó að hægt gangi.

GÖG:
Blessaðir
Rauðbrúni Challengerinn á mynd nr. 2407 og 2362 var í minni eigu þegar þessar myndir voru teknar.  Mynd nr. 214 er sennilega af honum einnig, en tekin einhverjum árum síðar.  Fastanúmerið á þessum bíl var AI-800 og þegar ég átti hann var hann með G-4402.  Þessi bíll var árg. 70 en skráður árg. 71.  Ef ég man rétt þá kom hann nýr í gegnum umboðið en var eftirársbíll og ekki nýskráður fyrr en 1971.  Það sem var öðruvísi við þennan bíl að hann var með rafmagns rúðuupphalara og sjálfskiptur í stýri.  Orginal var í honum 383.  Ég er 16 ára þegar ég eignast hann 1977.  Þá hafði hann oltið á Breiðholstbrautinni, það var búið að rífa hann og selja flest úr honum.  Búið var að setja upphalarana og hurðaspjöldin í Hemi-inn, (sem ég fékk til baka frá Kjartani), 440 magnum vél fékk ég hjá Viggó sem átti RT-inn,  afturhásinguna úr Hemi-inum (undir hann var sett dana 60). Six-pakið kom síðar, edelbrock og Holley.  Ekki má gleyma Shaker húddinu en það var orginal á Hemi-num.  Ég kaupi undir bílinn Fenton felgur og Kelly dekk.  Það tók 19 mánuði að gera bílinn upp.  Einnig má minnast á það, þar sem menn eru að velta þessum bílum fyrir sér, að liturinn á Heminum og R/T bílnum voru meira út í brúnt.  Þessi var rauðbrúnn.  Ég læt nokkrar myndir fylgja.  Veit einhver hvar þessi bíll er í dag?
kveðja
Guðmundur Örn Guðmundsson

Kiddi J:
Gaman að þessu,

Moli...Veist þú meira um sögu TvíburaChallans ? 

Mig mynnir að hann hafi komið til landsins með 318, plum crazy að lit með hvítan vínyl-topp og hvíta innréttingu,

Ég keypti hann úr eyjum sumarið 2001 af Jón Gísla  og var hann með 440. Ég ákvað svo að fara í skóla til USA og seldi hann til Gulla, án vélar og skiptingar sumarið 2002 til þess að fjármagna bíl í kanaveldi.

440 mótorinn er í Dartinum í dag. Blokkin er 69 árgerð mynnir mig.

Jón Gísli var búinn að eiga hann í einhvern tíma 10 ár amk og hafði málað hann bláan og var hann með svartan vínyl.


Diesel Power:
Tvíbura Challinn var orginal með frekar fáa aukahluti:hvíta innréttingu,hvítan vinil topp,fc7 plum cracy litur(aukahlutur sem kostaði 15$ árið 1970),318 ssk,stokk á milli sæta með slap stick skifti,power stýri,ákeirslupúða á fram stuðara og enga rúðuupphalara fyrir afturrúðurnar.Hann var ekki með power bremsur og var með skálar allan hringinn.Ég heyrði á sínum tíma að firsti eigandinn að honum hér á landi hafi verið smiður í Rvk. og dóttir hans hafi rúntað mikið um á honum þegar hún fékk bílpróf og að liturinn hafi þótt mjög púkalegur.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version