Jæja.. ég keypti mér 2002 módel Citroen Xsara station á tjónauppboði fyrir nokkrum mánuðum. stórfínn bíll sem að ég ætlaði að laga aðeins og eiga. Hann er klesstur vinstra megin að aftan og er þetta frekar ljót beygla. Þarf að skipta um afturljós þarna á horninu og svo er eflaust hægt að banka og berja þessa beyglu til. Hann er skoðaður 2010 og átti að fara í skoðun í feb. Þetta er alveg svaka fínn bíll og mjög fínt að keyra hann.. hann á mörg ár eftir í umferðinni. Ég er bara kominn með aðra tvo stórfína bíla og nenni ekki að standa í að lappa upp á "söru" eins og hún er kölluð heima hjá mér. Bíllin er útlitslega ekki fallegur enn allt annað er í lagi. aðeins keyrður 112 þús km. Ég tók eftir því um daginn að það var eitthvað linnt í framdekki hægra meginn, pumpaði í það og allt hefur verið í lagi síðan. dekkinn eru mjög fín og nóg eftir af þeim. Einnig er fjarstýring fyrir læsingu óvirk... annaðhvort batteríið í henni eða öryggi..
nú óska ég eftir tilboðum í "Söru".. skoða allskyns skipti bæði dýrari og ódýrari .. Verið ekki feiminn við að bjóða.