Það eru nokkrar leiðir.
1) Á TH700R4 getur þú tekið burt bolta (farþegameginn, rétt innan af pikkbarkanum) og sett nema í staðinn. Ég man ekki hvort ég þurfti breytistykki til að láta það ganga upp.
2) Getur gert gat á pönnuna en þarft þá að vera með eitthvað í líkingu við þetta
http://www.summitracing.com/parts/HDA-270/ til að geta skrúfað sensorinn í.
3) Getur tekið í sundur rörið frá sjálfskiptikælinum og sett mælinn á hana (fylgir oft með settunum dót til þess). Þá færðu upplýsingar um hve heitur vökvinn er sem að smyr skiptinguna.
Í Transaminum mínum er ég með #1 en í Blazernum er ég með #2 og #3 (tvo mæla).