Author Topic: Hitamælir í sjálfskiptingu???  (Read 2013 times)

Offline Siggi Helgi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 82
  • Corvette 84
    • View Profile
Hitamælir í sjálfskiptingu???
« on: April 02, 2010, 11:47:07 »
Hvernig er best að tengja hitamælir við 700R4-skiptingu 84árg.Mér dettur í hug að bora gat í pönnuna fyrir hitaskinjara,eða hvernig er þetta annars gert?

kv Siggi
Sigurður Helgi Jónsson  (Njarðvík)
s:847-7266
------------------------
Corvette "84 383-stroker

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Hitamælir í sjálfskiptingu???
« Reply #1 on: April 02, 2010, 12:06:19 »
Það eru nokkrar leiðir.

1) Á TH700R4 getur þú tekið burt bolta (farþegameginn, rétt innan af pikkbarkanum) og sett nema í staðinn.  Ég man ekki hvort ég þurfti breytistykki til að láta það ganga upp.
2) Getur gert gat á pönnuna en þarft þá að vera með eitthvað í líkingu við þetta http://www.summitracing.com/parts/HDA-270/ til að geta skrúfað sensorinn í.
3) Getur tekið í sundur rörið frá sjálfskiptikælinum og sett mælinn á hana (fylgir oft með settunum dót til þess).  Þá færðu upplýsingar um hve heitur vökvinn er sem að smyr skiptinguna.

Í Transaminum mínum er ég með #1 en í Blazernum er ég með #2 og #3 (tvo mæla).
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race