Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
66 Chevelle og 70 Challenger
Sigtryggur:
Passar,sama Vellan !
Moli:
Jæja, ég fór í gær og talaði við Eika í Bílamálun BB sem tók umræddar myndir hér að ofan, og hann sagði mér að þetta væri '66 Chevellan sem Keli á í dag og er bleik. Eiríkur málaði þessa Chevellu og tók þessar myndir að ofan áður en rauða litnum var skellt á hana. 8-)
Hann mundi hinsvegar ekki hvaða '70 Challenger þetta væri en minnti að hann hefði orðið blár að verki loknu.
Ramcharger:
Svalt svona Hi-Riders lookið á henni 8-)
Dr.aggi:
Nei þetta er ekki bleiki bíllinn hanns Kela.
Keli er búinn að eiga hann síðan fyrir þennan tíma eða 79-80 og þar áður átti Þröstur 70 SS hann og var þá ljós blár
Hrafnkell á annan 66 bíl super sport og þetta er heldur ekki hann.
Það er fovitnilegt að vita hvað varð um þennan bíl en hann var svolítið á flakki á milli manna þarna um mið 80´s
Kv.
Aggi
Moli:
--- Quote from: Dr.aggi on January 15, 2011, 07:06:26 ---Nei þetta er ekki bleiki bíllinn hanns Kela.
Keli er búinn að eiga hann síðan fyrir þennan tíma eða 79-80 og þar áður átti Þröstur 70 SS hann og var þá ljós blár
Hrafnkell á annan 66 bíl super sport og þetta er heldur ekki hann.
Það er fovitnilegt að vita hvað varð um þennan bíl en hann var svolítið á flakki á milli manna þarna um mið 80´s
Kv.
Aggi
--- End quote ---
Sæll Aggi, nú þori ég ekki að fullyrða neitt en þetta sagði Eiríkur mér sem málaði umrædda bíla á efstu myndunum.
Voru nokkuð margar rauðar '66 Chevellur á götunum um 1980? Þessi bíll var amk. málaður rauður.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version