Author Topic: Mitsubishi L300 2.4 1991/1990 árg.  (Read 2614 times)

Offline geysir

  • In the pit
  • **
  • Posts: 65
    • View Profile
Mitsubishi L300 2.4 1991/1990 árg.
« on: March 17, 2010, 19:57:49 »
Ætla að prufa að auglýsa gripinn til sölu.

Gerð: Mitsubishi L300.
Vél: 2.4 Bensín.
Skipting: Beinskiptur.
Drif: 4WD með lokum að framan. Hátt og lágt drif. Alvöru jeppadrif. (Virkar allt mjög vel.)
Keyrsla: ca 216 þús.
Skoðun: [SIZE="5"]2011 með 5 í endastaf.[/SIZE]

Búnaður:
Bíllinn er 7 manna(samt sæti fyrir 8). 2 frammí, 2 afturí ( í raun 3, 1 niðurfellanlegt sæti) og 3 aftast. Stillanleg sæti, öll þ.e.a.s. Getur "snúið" miðjubekknum og setið á móti aftasta bekknum. Aftasti bekkurinn er færanlegur á sleða og bakið er stillanlegt.
Hægt að breyta sætunum á skemmtilega vegu, búa til algjöran partývagn úr þessu eða hreinlega svefnpláss á einfaldan hátt.
Hitari er aftur í bílnum, blúss hitar og engin þarf að hafa áhyggjur af kulda.
Í bílnum núna er geislaspilari en planið er að halda honum, læt samt annann spilara með.


Ástand:
Bílllinn er í ágætis ásigkomulagi. Alls ekki hægt að kvarta yfir því miðað við 20 ára vinnubíl.
Sætin eru góð, lítið sem ekkert rifin, innréttingin er þokkaleg, þó aðeins brotið plast afturí en ekkert alvarlegt.
Mótorinn lekur örlítið olíu, ekkert alvarlega en það borgar sig samt að kíkja á það með reglulegu millibili.
Annars gengur mótorinn vel, ekkert tikk eða óvanaleg hljóð í honum.
Drif og kassar eru í góðu ástandi og allt virkar þar.
Nýlega var skipt um aftasta hluta pústsins, þarf reyndar að fara með bílinn aftur því það klúðraðist aðeins. Pústið liggur aðeins út í boddýið og heyrist það inn.
Nýjar reimar eru í bílnum og bíllinn tiltölulega nýsmurður.
Ný framrúða.
Dekk og felgur, bíllinn er á 16" felgum og dekkjum undan Toyota Hiace og er það töluvert stærra en original en samt enginn núningur eða vesen. Keyrir fínt á þessu. Dekkinn eru samt orðin slitin en ættu samt að duga út sumarið en virka ekkert alltof vel í hálku eða snjó. Hann er þó vel stöðugur í 4WD í snjó og hálku. Hann er helvíti reffilegur svona, lítur mikið betur út heldur en original dótið.
Það er reyndar vesen með startarann. Hann fær straum en startar ekki. Nýlega var skipt um kol (gert í janúar) og virkaði það í ca mánuð en svo er eitthvað annað klikkað í startaranum núna. Ætla að kíkja á það en lofa engu.
Það er enginn sviss í bílnum, er bara búinn að útbúa rofa til að svissa á og svo setti ég í hann start rofa sem virkar mjög vel.
Einnig er vandamál með læsinguna frammí sem ég ætla ekkert að láta upp hérna á spjallinu.
Þónokkuð af smádældum er á bílnum en alls ekki mikið ryð. Mjög hóflegt og ekkert sem er að hrjá bílinn.

[SIZE="6"]verð: 160 þúsund[/SIZE]
[SIZE="5"]ALLS EKKI HEILAGT! ENDILEGA BJÓÐIÐ[/SIZE]
[SIZE="4"]Skoða skipti en ég er til í að slá vel af verðinu ef hann er tekinn staðgreitt.[/SIZE]


Allar frekari upplýsingar og fyrirspurnir er hægt að fá í síma 846-1323,
í e-mail: atligeysir@gmail.com eða atli_forever@hotmail.com
eða í einkapóst/private message.


MYNDIR:



Kem með betri myndir seinna
Atli Þór Svavarsson.

Offline geysir

  • In the pit
  • **
  • Posts: 65
    • View Profile
Re: Mitsubishi L300 2.4 1991/1990 árg.
« Reply #1 on: March 21, 2010, 01:15:41 »
Upp með vagninn

Til í að slá vel af gegn staðgreiðslu.
Atli Þór Svavarsson.