Kvartmílan > Aðstoð
Fastir stimpilhringir??
(1/1)
Runner:
Sælir strákar! ég er með 1500 Ram með 318 motor, hann hefur verið að fara með svoltið af smurolíu þrátt fyrir að vera með ný upptekin hedd með öllu ég er að velta því fyrir mér hvort það geti verið fastir eða stirðir stimpilhringir?? ég tók úr honum kertin áðan og sá þá að eitt kertið var svart og með svona olíu skáni á eins og það væri líka pínu brunnið fast á því skánið. ef það er einhver festa í hringjunum hvort það gæti reddað því að hella sjálfsskiptivökva í og láta standa yfir nótt? gæti það gengið eða eru til önnur ráð en þá að rífa allt í köku?? :) með fyrirfram þökk Garðar Viðarsson.
Grill:
það er þekkt með olíubruna í þessum vélum. Það er panna boltuð í milliheddið, pakkningin þar vill fara og þá fara þeir að sjúga olíuna inn í milliheddið. Setti stálpakkningu í staðin og málið leyst.
Runner:
ég vona að þetta sé rétt hjá þér :) takk kærlega ;)
Siggi Helgi:
Það sakar ekki að gefa honum smá slurk af sjálfskiptivökva.Hún getur bara batnað við það :D
Runner:
hann má allveg batna þessi elska :lol:
Navigation
[0] Message Index
Go to full version