Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Vorverkin! Hvað ertu búinn að vera að gera í vetur?

(1/4) > >>

SPRSNK:
Jæja, nú eru við farnir að sjá hverjir ætla að mæta á brautina í sumar sbr. nýlegan þráð.

Hvað er búið að gerast í skúrunum í vetur og hvað ætla menn að ljúka við fyrir sumarið?

firebird400:
Klára að stilla vél og ganga frá nokkrum lausum endum i húddinu.

Setti Hydrabooster bremsubúster í stað gömlu vacuum dósarinnar.

Er að smíða Caltrak style búkka undir hann núna.

og einhvað að pústupphengjum og einhvað smátterí

bæzi:
Sæll Ingimundur

Hvað ert þú búinn að gera og hvað áttu eftir að gera??

Engar myndir???

kv Bæzi

Kimii:
mótorinn slitinn uppúr og rifin í frumeindir

skipti um legur og pakkningar, lagaði brotna olíupikkuppið, rétti pönnuna eftir gott höggs...

á eftir að setja hedd á blokkina, skipta út rokkerunum fyrir rúllurokkera, setja hærra drif í drusluna og út að keyra

1965 Chevy II:
Skipta um drifhlutfall og setja nítró kerfi í.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version