Author Topic: Taka rúðu úr ?  (Read 2602 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Taka rúðu úr ?
« on: March 09, 2010, 20:42:36 »
Sælt veri fólkið.

Ég er i smá vandræðum, er með gamlan Audi quattro, sem ég þarf að taka rúðurnar úr, ég reyndi með framrúðuna með einhverjum frummannaaðferðum en braut hana, ég þarf að ná afturrúðunni úr en hef ekki hugmynd hvernig ég á að fara að þessu,, eru einhver sér verkfæri notuð í þetta?  (rúðurnar eru bara í gúmmílistum, ekkert kíttaðar)

getur einhver bent mér á hvaða verkfæri eru notuð í þetta, og jafnvel hvar ég gæti fengið svoleiðis keypt, lánað eða leigt í 1 kvöld?

Öll hjálp væri vel þegin,, það er ekki í myndinni að skera gúmmíin, þau eru bara því miður ekki framleidd lengur...
Atli Már Jóhannsson

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #1 on: March 09, 2010, 21:01:20 »
Ef rúðan hvílir bara í gúmmíi, þá er ekki ósennilegt að það sé "kíll" eða einskonar o-hringur í miðjunni á gúmmílistanum.
hann þarf að plokka upp og fjarlægja til að gúmmíið gefi nóg eftir til að komast yfir kantinn á boddýinu,eða rúðunni.

stundum er þetta heilt stykki og þá þarf að byrja á að plokka til eitt hornið á rúðunni og ýta í rólegheitum, það er vont en venst. ég hef nú bara notað misbreið skrúfjárn í þetta  hingað til.

 Til að henda þessu svo í aftur þá þykir mér best setja gúmmíið á rúðuna,  leggja svo bandspotta í rifuna á gúmmíinu sem boddýið fer í, alveg allann hringinn.  legg svo rúðuna á sinn stað með spottaendana inn í bílinn og toga svo í þá til að gúmmíið flettist yfir boddýkantinn.
 
 
« Last Edit: March 09, 2010, 21:03:13 by maggifinn »

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #2 on: March 09, 2010, 21:12:36 »
takk fyrir þetta !!! 

ef það er kíll í gúmmíinu, og ég tek hann úr, fletti ég þá gúmmíinu innan frá eða plokka ég glerið upp úr gúmmíinu utanfrá?

Atli Már Jóhannsson

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #3 on: March 09, 2010, 23:18:18 »
það er skynsamlegra að ýta á gúmíið innan frá þannig að það fari yfir kantinn í boddýinu.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #4 on: March 10, 2010, 14:21:00 »
hmm losa gúmmí spottan ef hann er inní ytri gúmmínu og ýta laust innan frá meðan einhver tekur á móti rúðunni utan frá.

muna bara að ýta laust svo ekki er sett spenna á rúðuna enda gerast góðir hlutir hægt.

best að taka rúðuna með gúmmínu út , hins vegar er mest að setja gúmmíið fyrst og svo rúðuna inní eftir á þegar þú ert að setja saman
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #5 on: March 10, 2010, 15:19:14 »
frábært,, takk fyrir þetta allir !!!

ætla að prófa þetta í kvöld !! [-o<
Atli Már Jóhannsson

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #6 on: March 10, 2010, 22:27:03 »
kíkti á þetta, og því miður er enginn kíll í gúmmíinu.. :( 
hvað gera bændur þá?
Atli Már Jóhannsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #7 on: March 10, 2010, 22:43:09 »
Ég myndi tala við strákana hjá Orku og fá leiðbeiningar eða fá þá til að kíkja í skúrinn til þín og gera þetta fyrir þig.
Rúður eru dýrar !
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Taka rúðu úr ?
« Reply #8 on: March 11, 2010, 06:55:55 »
Ef rúðan er ekki límd í þá þetta ekki að vera stórmál.
Þú þarft að byrja innan frá að þrýsta kantinum
niður fyrir brúnina á gluggafalsinu, en náttúrulega mjög varlega O:)
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P