Sælt veri fólkið.
Ég er i smá vandræðum, er með gamlan Audi quattro, sem ég þarf að taka rúðurnar úr, ég reyndi með framrúðuna með einhverjum frummannaaðferðum en braut hana, ég þarf að ná afturrúðunni úr en hef ekki hugmynd hvernig ég á að fara að þessu,, eru einhver sér verkfæri notuð í þetta? (rúðurnar eru bara í gúmmílistum, ekkert kíttaðar)
getur einhver bent mér á hvaða verkfæri eru notuð í þetta, og jafnvel hvar ég gæti fengið svoleiðis keypt, lánað eða leigt í 1 kvöld?
Öll hjálp væri vel þegin,, það er ekki í myndinni að skera gúmmíin, þau eru bara því miður ekki framleidd lengur...