Kvartmílan > Alls konar röfl

Póker er meira spennandi en akstursíþróttir

<< < (2/3) > >>

Dodge:
Já það er svo margt skrítið í kýrhausnum, utan við allt boltaruglið þá má sýna golf póker og hestasport en ekki akstursíþróttir
eða að því er virðist bara ekki adrenalín sport sem eitthvað gerist í...

Sá t.d. á áðan á ESPN Halldór Helgason í snjóbretta stökkkeppni á X games 2010 að JARÐA alla þessa spaða þarna úti,
hann gekk frá sinni fyrstu keppni með fullt hús stiga og allt bara geðveikt en ég veit ekki til þess að það hafi verið sýnt hérna heima..

Það væri vit að fara að skora á þessar íþróttafréttastofur að henda þessum gömlu jörpum og stokka þetta eitthvað upp

Big Al:
Já ég er sammála að að það sé komið að endurnýjun á R.Ú.V
Það að sé ekki búið að gera þessum Halldóri góð skil í fréttatíma er hreint út sagt lélegt.
Nú þegar þettað er skrifað þá var Kastljós með ágæta umfjöllun í gær um bráðefnilega 16 ára Mótorkrossstelpu, og er það gott
En svo er það Pókerinn sem virðist ná annaðhvort elskaður eða hataður.
Það er nú svo að áhorfið á Póker er talsverður og eru hérna svokölluð seleb að vinna hörðum höndum að markaðsetningu Pókersins.
En Nota Bene, Þar er auðvelt að kynna áhorfendum reglur því reglur eru mjög skýrar. ekki þettað mörg kúbic og endalaus ágreningur.
Það að splæsa í svona borð sem kostar alla þessa peninga, þá held ég að það sé markaður fyrir þettað.
Það að koma Mótorsporti í sjónvarp er ekki auðvelt, það er gjörólíkt að fara á torfærukeppni en að sjá hana í sjónvarpi.
Það sama er að segja um Kvartmílu.
En eftir 9 mánuði þá verður kosið um íþróttamann ársins og þá verður Halldór Helgason mjög líklega gleymdur og þá sérstaklega í hugum íslenskra íþróttafréttamanna, og það verður allgjört breaktrough ef að hann kemst á topp 20.
Við búum í boltaveröld og það verða menn sem ylja tréverkið eins og E.S.G sem verða í áskrift á efstu sætunum

kv Aðalsteinn Már

firebird400:
Og það má nefna það sem dæmi að Gunnar Nelson vann Suður Ameríku bikarinn í Jiu-Jitsu og varð annar á heimsmeistara mótinu en var ekki einu sinni nefndur þegar það var verið að velja íþróttarmann ársins.

Sýnir að það er bara horft í eina átt þegar það kemur að íþróttum hérna heima, sem er auðvitað bara þessu fjölmiðlafólki til skammar.

Racer:
spurning að senda aksturíþróttamenn í að læra íþróttafréttamennsku  :mrgreen:

firebird400:
Góður punktur

En hvað er að læra annars  :-k

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version