Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Mustang hérlendis, hvað er að frétta?

(1/1)

Moli:
Ýmsar sögusagnir ganga milli manna þessa dagana á götunni, heyrst hefur af nokkrum gömlum Mustang bifreiðum sem fáir vita af og langar mér að kanna hvort að menn hérna hafa frekari deili á þeim.

Heyrst hefur af bláum 1969 Mustang Fastback á Selfossi sem var fluttur inn í góðærinu og sé í einhverri vinnslu í Gagnheiðinni á Selfossi.

Einnig hefur heyrst af nýlega innfluttum 1967-1968 Mustang Fastback á Selfossi ókláruðum og með 429cid.

Í Desemberlok eða snemma í Janúar kom til landsins grænn 1967 Mustang Fastback, ástand eða annað er óvitað.


Það væri gaman ef einhver gæti frætt forvitna meira um stöðu mála á þessum bílum með myndum eða öðru.  8-)

Gummari:
67 BÍLLLINN GRÆNI ER EKKI FASTBACK MOLI MINN  HELDUR COUPE MEÐ VINYL TOPP FALLEGUR BÍLL DELUXE INNR. 289 AUTO HANN KOM MEÐ FLUGI OG ÉG GAT SKOÐAÐ HANN Í VINNUNNI :wink:

Moli:

--- Quote from: Gummari on February 15, 2010, 11:03:23 ---67 BÍLLLINN GRÆNI ER EKKI FASTBACK MOLI MINN  HELDUR COUPE MEÐ VINYL TOPP FALLEGUR BÍLL DELUXE INNR. 289 AUTO HANN KOM MEÐ FLUGI OG ÉG GAT SKOÐAÐ HANN Í VINNUNNI :wink:

--- End quote ---

Sæll Gummari,

Já ég var líka búinn að heyra af honum, en þessi á að vera fastback, eigandinn á víst að heita Kristján, meira veit ég ekki.  :wink:

Moli:

--- Quote from: Moli on February 14, 2010, 21:02:29 ---
Í Desemberlok eða snemma í Janúar kom til landsins grænn 1967 Mustang Fastback, ástand eða annað er óvitað.


--- End quote ---


--- Quote from: Gummari on February 15, 2010, 11:03:23 ---67 BÍLLLINN GRÆNI ER EKKI FASTBACK MOLI MINN  HELDUR COUPE MEÐ VINYL TOPP FALLEGUR BÍLL DELUXE INNR. 289 AUTO HANN KOM MEÐ FLUGI OG ÉG GAT SKOÐAÐ HANN Í VINNUNNI :wink:

--- End quote ---

Fann skráninguna á þessum og þetta er einn og sami bíllinn, mér var hinsvegar sagt að hann væri fastback, en hann er í raun coupe. Hann er með "01" í VIN númeri. Fastanúmerið á honum er HY-K14 og skráningarnúmer Y-1800  :wink:

Navigation

[0] Message Index

Go to full version