Author Topic: Ódýr, Fljótleg og Vönduð Bílþrif  (Read 2966 times)

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Ódýr, Fljótleg og Vönduð Bílþrif
« on: February 05, 2010, 01:44:02 »
Er bílinn þinn skítugur?

Hefur þú ekki tíma eða aðstöðu í að þrífa?

Þá er þetta lausninn fyrir þig.


Alþrif á hvernig bíl sem er fyrir aðeins 5000 krónur.

Sækjum og sendum frítt innan höfuðborgarsvæðisins.


Fljótlegt, þægilegt og góð og vönduð vinnubrögð

Mikil reynsla í bílþrifum og þá einnig á bílum sem hafa gríðarlega viðkvæmt lakk.
__________________________________________________


Verklýsing


Að utan :



Bíllinn er tekinn og tjöruhreinsaður allur og skolaður. Þetta þrep er endurtekið ef að þörf er á.


Tjöruhreinsi er úðað á felgur og látin liggja á í smá stund. Því næst er farið með bursta á felgurnar og skíturinn nuddaður af.


Svo er skolað af felgum og einnig af bílnum til að fjarlægja allan tjöruhreinsi af honum.


Því næst er hann tekinn og svampaður með bifreiðar sápu. Notast er við örtrefjarhanska og örtrefjarsvampa til þess að takmarka ör rispur.


Því næst er bílinn tekinn og þurrkaður hátt og lágt með örtrefjarhandklæði og blásinn með þrýstilofti til að tryggja hámarks þornun.


Eftir það er borinn á hann bón með fínum klút og það strokið vandlega af með hreinum klút til að takmarka ör rispur.


Borið er feiti á alla plastfleti bílsins.


Allt Króm/ál á bílnum fægt með Króm/ál hreinsi.


Rúður hreinsaðar að utan.


Dekkjagljái er borinn á dekk.



Að innan


Mottur ýmist ryksugaðar eða hreinsaðar með vatni (fer eftir tegund)


Teppi og önnur áklæði ryksugað


Plastfletir hreinsaðir


Gluggar hreinsaðir að innan



Fyrirspurnig og tímapantanir eru í síma 660-0888 Jóakim Páll
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888