Kvartmílan > Aðstoð

MÓTOR

(1/2) > >>

Jón Þór Bjarnason:
Fyrsta gangsetning af Pontiac Fiero var í kvöld.  :D
Hann rauk í gang í fyrsta starti og malaði æðislega í 2 til 3 sekúndur.
Ég startaði honum nokkrum sinnum en hann hélst bara í gangi í nokkrar sekúndur.
Ég er með 3.8L V-6 series II undan Buick Park Avenue Ultra árg. 1997 sem sagt vél með supercharger.

Er einhver hér sem hefur einhverja hugmynd hvað er að  :?:

Með von um góð svör  \:D/

Grill:
hmmm er búið að aftengja þjófavarnardraslið í tölvunni??

Jón Þór Bjarnason:
Nei alveg örugglega ekki. Er einhver hér sem kann að aftengja þjófavörnina.

Hægt er að hringja í mig í síma 899-3819 ef það er einhver hér sem gæti aðstoðað mig í dag eða sagt mér til.

Grill:
þetta soundar eins og það hafi verið svona þjófavarnardrasl í lyklinum í bílnum sem vélin kom úr - þetta lýsir sér eins.  Ég sendi tölvuna út og lét endurforrita hana + að eyða úr kerfum sem ég var ekki að nota og bingó.  Svo eru sjálfsagt snillingar hér sem geta græjað þetta fyrir þig

Jón Þór Bjarnason:
Er einhver hér á landi sem hefur tæki til þess að tengjast tölvunni úr bílnum og eyða út þessari þjófavörn?

Gæti þessi bilun verið bensíndælan. Þá á ég við gæti bensíndælan farið í gang þegar svissað er og dælt inn á hann bensín og síðan slökkt á sér?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version