Kvartmílan > Alls konar röfl
uppgerð á Chevy
tommi3520:
--- Quote from: Bjarni Ólafs on January 25, 2010, 10:30:44 ---ég smíðaði mér svo sandblásturstæki og blés bílinn
--- End quote ---
Og var þessi græja að virka vel? Hvað eru síðan plön fyrir þennan bíl? Ég ætla láta smíða fyrir mig veltubúr inní minn því húsið er bara á standi inní skúr sandblásið og búið að sjóða helling í það, gott að nota tækifærið. Síðan ætla ég að henda gamla bekknum inn og fá mér 4 punkta belti hugsanlega. 14 bolta atturhásingu og 60 framhásingu og reyna gera 318 mótor sem ég á þokkalega öflugan og slaka ofan í, 727 skipting og 205 millikassi. Þessi bíll verður síðan múraður með sterkum efnum, læt ábyggilega rhino-a helling. Breyttur fyrir 44"
Bjarni Ólafs:
já sandblástursgræjan er að svínvirka eftir að ég bjó mér til rakaskilju á tækin úr slökkutæki eins og tækið sjálft er úr, annars var rakinn frá pressunni vandamál, en planið fyrir lettann er að gera hann eins solid og hægt er, og hef ég verið að pæla í loftpúðafjöðrun undir hann, bara skuggalega dýr pakki, þægilegt að grilla undir hann fjöðrun þegar boddíið er ekki á grindinni nema rétt kofinn sjálfur :smt035
Frammendinn ný sandblásinn og sprautaður 8-)
nýi toppurinn kominn á bílinn
tommi3520:
Lítur vel út. Er einmitt að hugsa um að láta púða að aftan í minn. Hvernig stífusystem eru að spá í? ég verð á gormum að framan með rr stífum.
Bjarni Ólafs:
já ok ég er að spá í fourlink
ADLER:
Geturðu nokkuð líst betur þessu sanblásturs græju hvernig hún er virka.Mér langar að smíða mér svona :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version