Kvartmílan > Aðstoð
Vandamál með gang á vél eftir skiptingu á vatnskassa
(1/1)
Artez:
Ég er á Renault Clio '99 og það er búið að skipta um tímareim tvisvar, head-pakkning, vatnsdælu, beinsín-heila og ýmislegt fleira, en hann hefur þó verið góður núna í rúmt ár.
En núna kom að því að ég fór á verkstæði með hann og það var skipt um vatnskassa því gamli lak.
Strax eftir að hann kom af verkstæðinu hefur vélin verið með gangtruflarnir, samt einungis þegar hann er kaldur og það varir bara í um 30 sek eftir ræsingu. Ég gef honum inn, ekkert gerist.. síðan kippist hann af stað. Þegar hann er orðinn heitur er þetta þó ekkert vandamál.
Þannig ég spyr, gætu þetta verið mistök verkstæðisins þegar skipt var um vatnskassan, gæti verið einhver tengin? ..því ég hef aldrei lent í þessu áður og það er ansi gremjulegt að þetta gerist strax eftir að hann kemur af verkstæðinu.
Með fyrirfram þökk.
1965 Chevy II:
Mér dettur í hug hvort það gæti verið loft í kerfinu sem er að trufla skynjarann fyrir vatnshitann og fer svo í lag þegar vatnið fer að þenjast út,samt hæpið þegar ef þetta varir bara í 30 sek.
Navigation
[0] Message Index
Go to full version