Kvartmílan > Aðstoð

Vanstillt 351W

(1/2) > >>

T/A:
Sæl öll,
Ég er hér með 351W sem vantar alla snerpu í. Þetta lýsir sér þannig að hún er sein upp á snúning og kokar stundum og sprengir stundum upp úr. Þetta er óbreyttur mótor. Kveikjan er 8° BTDC á ca. 1000RPM og 35° BTDC á ca. 4000 RPM.
Þetta er sennilega kveikjuvesen, er það ekki? Annað hvort tímaröndin á vitlausum stað á dampernum (það er búið að gera nýtt strik (eða skerpa það upp v. ryðs) og spurning er hvort það sé á réttum stað) eða knastás-sveifarás ekki rétt stillt saman (fæst um tönn/tennur). Einhverjar fleiri tilgátur? Hvað getur þetta verið?
Kv. Kristján Pétur

maggifinn:
virka viðbragðsdælurnar? eltu líka kveikjuröðina 1-3-7-2-6-5-4-8.

kipptu kertinu úr á cyl 1, törnaðu og fylgstu með stymplinum ná toppstöðu og lagaðu tímamerkið að því.

Ramcharger:
Dregur falskt loft einhverstaðar, úr því að hann sprengir upp úr.

T/A:
Jæja þá er ég búinn að tjékka á þessu:
Viðbragðsdælan virkar fínt, tíminn er réttur, kveikjan er rétt og þjappan er á milli 150-180 PSI á öllum cyl...
Getur verið að kveikjustýringin eða háspennukeflið sé bilað?

Dodge:
Tek undir með fyrri ræðumönnum, ef tími og kveikjuröð er rétt þá er líklegast að það sé falskt loft fyrst hann sprengir uppúr.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version