Kvartmílan > Aðstoð

T5 bsk 350 sbc vesen

(1/1)

Aronagn:
er með T5 5 gíra bsk gírkassa á 350 vél, þegar kveikt er á bilnum og vélin köld kúplar hann flott og dettur í alla gíra,
en þegar bíllinn er orðinn eðlilega heitur þá er eg i tómu tjóni með að koma honum í gírana, sérstaklega bakk gír,

stundum þarf að tví kúppla..

Dettur eitthverjum eitthvað í hug... Kannski það sé loft á kerfinu? en af hverju versnar það við hitan á vélinni?


Með fyrifram þökk.

edsel:
er nogur vökvi a henni?

mustang--5.0:
T5 er þekktur fyrir að vera leiðinlegur í bakkgírinn, þá helst svokölluð non world class model,,þá er helsta skammtíma lausnin að setja í 5 og þaðan í bakkgírinn....

Aronagn:
Takk fyrir skjót svör, en já það er nægur vökvi, og já betra að fara i 5 yfir i bakk, en bíllinn er nánast ókeyranlegur þegar hann er orðin heitur.

getur verið að slangan sé ekki hitaþolinn og hún þar með þrútni út við hitan og nær ekki að pressa vökvanum alla leið því hann fer aðalega i slönguna, eitthver sagði mér þetta. en fynnst það frekar hæpið..?

Dodge:
Þá ertu sennilega að tala um slönguna á milli kúplingsdælanna?

það gæti alveg gerst ef þú ert t.d. með flækjur sem koma mjög nálægt

Navigation

[0] Message Index

Go to full version