Svona lítur 3ja grein út.
3. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn, en stjórnarkosning fari fram árlega.
Annað árið skal kjósa formann, ritara,einn meðstjórnanda og einn varamann.
Hitt árið skal kjósa varaformann, gjaldkera, upplýsingafulltrúa, einn meðstjórnanda og einn varamann.
Ég hefði viljað breyta henni svona til að taka af allan vafa hvaða stöður eru lausar hverju sinni.
3. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn, en stjórnarkosning fari fram árlega.
Á sléttu ári skal kjósa formann, ritara,einn meðstjórnanda og einn varamann.
Á oddatöluári skal kjósa varaformann, gjaldkera, upplýsingafulltrúa, einn meðstjórnanda og einn varamann.
Þetta þíðir t.d. ef gjaldkerastaðan væri laus núna myndi nýkosinn gjaldkeri aðeins sitja í eitt ár eða hálft tímabil.
Hvað finnst ykkur um þetta?