Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Sjúkrabíllinn úr Heilsubælinu í Gervahverfi?
Ztebbsterinn:
Í byrjun og enda þáttanna um Heilsubælið í Gervahverfi brunar liðið um á station bíl að gerðinni Plymouth og eftir smá leit á netinu þá sýnist mér þetta vera 1975 módel af Grand Fury .
Þessir þættir voru teknir upp árið 1987 eða fyrir um 23 árum síðan og þá hefur þessi bíll ekki verið nema 12 ára og litið bara vel út.
Hver ætli örlög þessa bíls séu? er hann ennþá til og ef svo er hvernig er ástandið?
Ég fann ekki mynd af þessum bíl á netinu en hér eru sambærilegir bílar:
4 dyra:
ps: fékk þættina í jólagjöf, algjör snilld.
kiddi63:
Ef mínar upplýsingar eru réttar þá er þetta Plymouth Suburban.
Félagi minn átti svona bíl, eða réttara sagt hinn bílinn því þeir voru víst bara til 2 hérna.
Hann var með 400 vél og tók "rúmlega" 8 manns í sæti og hann gekk alltaf undir nafninu "Sukkarinn", kannski ekki skrítið
því þetta var skemmtistaður á hjólum :lol:
Þar var rosalega gott að keyra þennan bíl og ég hef aldrei keyrt bíl sem er léttari í stýri, það hvellsprakk einu sinni að framan hjá okkur
en ég fann það ekki í stýrinu, ég heyrði bara hvellinn. #-o
Margir muna örugglega eftir þeim bíl úr Keflavík.
Ztebbsterinn:
Númerið á þessum í Heilsubælinu var R54733
Grill:
Þetta segir US, virðist hafa verið afskráður fljótlega eftir gerð þáttana..
Belair:
[-X
Skráningarnúmer: R54733
Fastanúmer: EH949
Verksmiðjunúmer: PH46MSD 124431
Tegund: PLYMOUTH
Undirtegund: FURY
Litur: Rauður
Fyrst skráður:
Staða: Afskráð
Næsta aðalskoðun: 01.03.1988
Og þó gæti verið sá sami
Model: Plymouth Gran Fury P
Price Class: High H
Body Type: 3 seat wagon 46
Engine: Unknown. (Code was M) M
Year: Unknown. (Code was S) S
Assembly Plant: Belvedere, IL D
Sequence Number: 124431 124431
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version